Innlent

Ekið á barn nærri Gerða­skóla í Garði

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning barst um slysið um klukkan átta í morgun. Myndin er úr safni.
Tilkynning barst um slysið um klukkan átta í morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ekið var á dreng nærri Gerðaskóla í Garði á Suðurnesjum um klukkan átta í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja var drengurinn fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Ekki fengust nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu, en búið er að hafa samband við aðstandendur.

Fréttablaðið sagði fyrst frá málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×