Innlent

Kona slapp ó­sködduð úr brunanum í bú­staðnum á Hólms­heiði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bústaðurinn var alelda þegar slökkvilið bar að garði.
Bústaðurinn var alelda þegar slökkvilið bar að garði. Vísir/Vilhelm

Altjón varð á sumarhúsi sem brann við Lynghólsveg á Hólmsheiði síðdegis í gær. Engan sakaði í brunanum en um tíma var óttast að einhver kynni að vera innandyra en ógerningur reyndist að komast inn í bústaðinn.

„Það var kona við bústaðinn þegar við komum. Sjúkrabíllinn kíkti á hana en hún þurfti ekki aðstoð frá okkur. svo fór hún bara til lögreglunnar út af rannsóknarhagsmunum,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Hann sagðist ekki vita hvort konan hafi verið eigandi bústaðarins og engin gæludýr hafi verið inni í bústaðnum að hans vitund. 

Slökkvistarf stóð yfir í fjórar klukkustundir áður en lögreglu var afhentur vettvangurinn.

„Við vorum búnir að slökkva mest allt í kring um sex leytið en svo voru þarna glæður. Við þurftum að rífa eitthvað upp til að passa að þetta myndi ekki blossa upp aftur. Það er yfirleitt svolítið mikil vinna líka.“

 Eldsupptök eru ókunn.


Tengdar fréttir

Fara ekki inn í bústaðinn í kvöld

Eldur kom upp í húsi skammt frá Hafravatni fyrr í dag en búið var að slökkva eldinn á tíunda tímanum í kvöld. Bústaðurinn er ónýtur en slökkvilið telur ólíklegt að einhver hafi verið inni þegar eldurinn kom upp. 

„Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun“

Grunur leikur á um að sami brennuvargur hafi verið að verki í tveimur eldsvoðum sem hafa orðið við Elliðavatn á aðeins viku. Slökkviliðsmenn horfðu á sumarbústað brenna til grunna í nótt án þess að geta aðhafst nokkuð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.