„Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun“ Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 20:07 Það er stutt á milli tveggja bústaða við Elliðavatn, sem hafa hvor um sig brunnið til grunna með um viku millibili. Varla tilviljun, segir slökkviliðið. Vísir/Egill Grunur leikur á um að sami brennuvargur hafi verið að verki í tveimur eldsvoðum sem hafa orðið við Elliðavatn á aðeins viku. Slökkviliðsmenn horfðu á sumarbústað brenna til grunna í nótt án þess að geta aðhafst nokkuð. Sjá mátti síðustu glóðirnar í sumarbústað sem brann við Elliðavatnið í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag. Aðeins fjögur hundruð metrum frá brann annar bústaður fyrir aðeins um viku síðan. Fréttastofa ræddi þá við konu í stjórn bústaðafélagsins á svæðinu og hún sagði að fólki stæði ekki á sama. Á milli þrjú og fjögur aðfaranótt síðasta miðvikudags kom upp eldur í skúr við Elliðavatn án þess að eldsupptök væru kunn. Viku síðar kemur upp eldur steinsnar frá á sama tíma um nótt en í það skiptið í sumarbústað sem sannarlega er viðvera í á sumrin. Það er altjón á staðnum. Kristján Sigfússon, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Hér var alelda hús þegar við komum í nótt. Þá var markmiðið að vernda gróður hér í kring og leyfa þessu að brenna. Þetta er náttúrulega þannig svæði að þetta gerir okkur slökkvistarf svolítið erfitt af því að þetta er vatnsverndarsvæði og við þurfum að takmarka notkun á slökkviefnum og slökkvivatni,“ segir Kristján Sigfússon aðstoðarvarðstjóri. Langt er síðan eldur kom upp á þessu svæði. Rannsóknarlögregla kom á vettvang í dag en eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu litlu nær um eldsupptök. „Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun,“ segir Kristján, og að leiða megi líkum að því að þetta sé íkveikja. Svo stutt sé á milli atvikanna. Nóttin var lygn með eindæmum og þeim mun tilkomumeiri var eldurinn. Þar sem slökkviliðsmenn gátu lítið gert til að hemja eldinn vörðu þeir kröftum sínum í að tryggja umhverfið og gróðurinn í kring. „Þetta er bara mjög sorglegt og hvimleitt að þetta skuli gerast. Þetta setur gróður í hættu og vatnsból höfuðborgarsvæðisins líka í hættu, þannig að okkur þykir þetta ekki sniðugt mál,“ segir Kristján. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sjá mátti síðustu glóðirnar í sumarbústað sem brann við Elliðavatnið í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag. Aðeins fjögur hundruð metrum frá brann annar bústaður fyrir aðeins um viku síðan. Fréttastofa ræddi þá við konu í stjórn bústaðafélagsins á svæðinu og hún sagði að fólki stæði ekki á sama. Á milli þrjú og fjögur aðfaranótt síðasta miðvikudags kom upp eldur í skúr við Elliðavatn án þess að eldsupptök væru kunn. Viku síðar kemur upp eldur steinsnar frá á sama tíma um nótt en í það skiptið í sumarbústað sem sannarlega er viðvera í á sumrin. Það er altjón á staðnum. Kristján Sigfússon, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Hér var alelda hús þegar við komum í nótt. Þá var markmiðið að vernda gróður hér í kring og leyfa þessu að brenna. Þetta er náttúrulega þannig svæði að þetta gerir okkur slökkvistarf svolítið erfitt af því að þetta er vatnsverndarsvæði og við þurfum að takmarka notkun á slökkviefnum og slökkvivatni,“ segir Kristján Sigfússon aðstoðarvarðstjóri. Langt er síðan eldur kom upp á þessu svæði. Rannsóknarlögregla kom á vettvang í dag en eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu litlu nær um eldsupptök. „Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun,“ segir Kristján, og að leiða megi líkum að því að þetta sé íkveikja. Svo stutt sé á milli atvikanna. Nóttin var lygn með eindæmum og þeim mun tilkomumeiri var eldurinn. Þar sem slökkviliðsmenn gátu lítið gert til að hemja eldinn vörðu þeir kröftum sínum í að tryggja umhverfið og gróðurinn í kring. „Þetta er bara mjög sorglegt og hvimleitt að þetta skuli gerast. Þetta setur gróður í hættu og vatnsból höfuðborgarsvæðisins líka í hættu, þannig að okkur þykir þetta ekki sniðugt mál,“ segir Kristján.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56
Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18