Fær aftur kannabisefni sem hann flutti til landsins: „Við vorum óhræddir við að bíða niðurstöðu dómstóla“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. febrúar 2022 22:32 Maðurinn kom til landsins með Norrænu í apríl 2021 og voru þá efnin tekin af honum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Lögmaður færeysks manns sem var tekinn með um þrettán grömm af kannabisefnum við komuna til Íslands segir ánægjulegt að maðurinn hafi fengið efnin aftur en þau voru skrifuð út í læknisfræðilegum tilgangi. Hann telur þetta fyrsta dæmið þar sem látið er reyna á flutning kannabisefna í læknisfræðilegum tilgangi og telur að um fordæmisgefandi mál sé að ræða. Lögreglustjórinn á Austurlandi ákvað í vikunni að fella niður mál gegn færeyskum karlmanni sem var tekin með kannabisefni við komuna til Íslands með Norrænu á Seyðisfirði í apríl 2021 en maðurinn fær þar að auki efnin til baka. Í tilkynningu lögreglunnar til mannsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til reglugerðar um innflutning á lyfjum til eigin nota en kannabisefnin höfðu verið skrifuð út til mannsins í læknisfræðilegum tilgangi. „Þar sem þér hafið framvísað gögnum sem embættið metur fullgild og í samræmi við ákvæði nefndra reglugerða, telst innflutningur yðar og varsla á því kannabisefni sem tekið var af yður á nefndum tíma hafa verið heimill. Málið er því ekki líklegt til sakfellis og er því fellt niður,“ segir í tilkynningunni. Úr tilkynningu lögreglu. Neitaði að afsala sér efnunum Gísli Tryggvason, lögmaður mannsins, segir að umbjóðandi hans hafi fengið tilkynninguna í gær en áður höfðu þeir fengið þau skilaboð að maðurinn yrði sóttur til saka. „Í apríl í fyrra þá skrifuðum við tollstjóra sem að var beðinn um að skila efnunum með vísan til vottorða sem að skjólstæðingur minn, færeyskur, hafði meðferðis þegar hann kom til landsins í byrjun apríl. Tollurinn vísaði þessu til lögreglunnar og svaraði þessu ekki öðruvísi en að þessu hafi verið vísað til lögreglunnar,“ segir Gísli í samtali við fréttastofu. Þeir leituðu þá til lögreglunnar á Austurlandi og lögðu fram sömu kröfu með vísan til þess að maðurinn ætti stjórnarskrárvarðan rétt á að fá aðstoð vegna sjúkleika, en ekki refsiviðurlaga. „Síðan bauð lögreglan margoft upp á það að hann myndi afsala sér efnunum og þá yrði málið fellt niður en skjólstæðingur minn var ekki tilbúinn til að afsala sér efnunum og vildi láta reyna á þetta. Síðast í kringum áramótin var okkur tilkynnt að hann yrði þá ákærður og honum yrði birt ákæra,“ segir Gísli. Hann segir þá hafa verið tilbúna til að taka þann slag en svo kom niðurstaðan í gær og segir Gísli það hafa verið 180 gráðu viðsnúningur af hálfu lögreglu. Gísli Tryggvason, lögmaður. „Það sem merkilegt er að það er ekki bara vísað til þess að það sé ólíklegt að það verði sakfellt heldur beinlínis tekið fram að innflutningur og varsla á kannabis efni þessu hafi verið heimill,“ segir Gísli. „Þó að við fögnum þessu þá hefði það verið æskilegt að þetta hefði komið fyrr, því að hann er búinn að bíða níu mánuði eftir þessu og alltaf haldið þessu fram.“ Telur að um sé að ræða fordæmisgefandi mál Um var að ræða í kringum þrettán grömm af kannabisefnum sem læknir í Færeyjum hafði skrifað upp á fyrir manninn en Gísli kveðst ekki vita til þess að einhver hafi látið reyna á mál af þessum toga fyrr hér á landi. Þá „Ég hugsa að menn yfirleitt trúi því og treysti þegar stjórnvöld taka svona afstöðu, að taka eitthvað af mönnum, að það sé rétt, enda er það stjórnarskrárbundið að menn eigi að hlýða yfirvöldum en það er líka stjórnarskrárbundið að menn eiga rétt á að láta á reyna á réttinn fyrir dómi,“ segir Gísli. „Það er það sem við hugðumst gera og vorum óhræddir að bíða niðurstöðu dómstóla en þarna hefur sem sagt lögreglan og ákæruvaldið gefist upp áður en reynir á málið fyrir dómi,“ segir hann enn fremur. Þá telur hann að um sé að ræða fordæmisgefandi ákvörðun. „Með þessum viðsnúningi ákæruvaldsins held ég að þetta hljóti að vera fordæmisgefandi tilvik,“ segir Gísli. „En auðvitað er það frekar þröngt fordæmisgildi þar sem það er kannski ekki algengt að þetta gerist en þetta er bara gleðilegt. Þetta er væntanlega fyrsta málið á Íslandi þar sem kannabis í lækningar skyni, eða líknandi skyni, er viðurkennt.“ Færeyjar Lögreglumál Múlaþing Kannabis Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Lögreglustjórinn á Austurlandi ákvað í vikunni að fella niður mál gegn færeyskum karlmanni sem var tekin með kannabisefni við komuna til Íslands með Norrænu á Seyðisfirði í apríl 2021 en maðurinn fær þar að auki efnin til baka. Í tilkynningu lögreglunnar til mannsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til reglugerðar um innflutning á lyfjum til eigin nota en kannabisefnin höfðu verið skrifuð út til mannsins í læknisfræðilegum tilgangi. „Þar sem þér hafið framvísað gögnum sem embættið metur fullgild og í samræmi við ákvæði nefndra reglugerða, telst innflutningur yðar og varsla á því kannabisefni sem tekið var af yður á nefndum tíma hafa verið heimill. Málið er því ekki líklegt til sakfellis og er því fellt niður,“ segir í tilkynningunni. Úr tilkynningu lögreglu. Neitaði að afsala sér efnunum Gísli Tryggvason, lögmaður mannsins, segir að umbjóðandi hans hafi fengið tilkynninguna í gær en áður höfðu þeir fengið þau skilaboð að maðurinn yrði sóttur til saka. „Í apríl í fyrra þá skrifuðum við tollstjóra sem að var beðinn um að skila efnunum með vísan til vottorða sem að skjólstæðingur minn, færeyskur, hafði meðferðis þegar hann kom til landsins í byrjun apríl. Tollurinn vísaði þessu til lögreglunnar og svaraði þessu ekki öðruvísi en að þessu hafi verið vísað til lögreglunnar,“ segir Gísli í samtali við fréttastofu. Þeir leituðu þá til lögreglunnar á Austurlandi og lögðu fram sömu kröfu með vísan til þess að maðurinn ætti stjórnarskrárvarðan rétt á að fá aðstoð vegna sjúkleika, en ekki refsiviðurlaga. „Síðan bauð lögreglan margoft upp á það að hann myndi afsala sér efnunum og þá yrði málið fellt niður en skjólstæðingur minn var ekki tilbúinn til að afsala sér efnunum og vildi láta reyna á þetta. Síðast í kringum áramótin var okkur tilkynnt að hann yrði þá ákærður og honum yrði birt ákæra,“ segir Gísli. Hann segir þá hafa verið tilbúna til að taka þann slag en svo kom niðurstaðan í gær og segir Gísli það hafa verið 180 gráðu viðsnúningur af hálfu lögreglu. Gísli Tryggvason, lögmaður. „Það sem merkilegt er að það er ekki bara vísað til þess að það sé ólíklegt að það verði sakfellt heldur beinlínis tekið fram að innflutningur og varsla á kannabis efni þessu hafi verið heimill,“ segir Gísli. „Þó að við fögnum þessu þá hefði það verið æskilegt að þetta hefði komið fyrr, því að hann er búinn að bíða níu mánuði eftir þessu og alltaf haldið þessu fram.“ Telur að um sé að ræða fordæmisgefandi mál Um var að ræða í kringum þrettán grömm af kannabisefnum sem læknir í Færeyjum hafði skrifað upp á fyrir manninn en Gísli kveðst ekki vita til þess að einhver hafi látið reyna á mál af þessum toga fyrr hér á landi. Þá „Ég hugsa að menn yfirleitt trúi því og treysti þegar stjórnvöld taka svona afstöðu, að taka eitthvað af mönnum, að það sé rétt, enda er það stjórnarskrárbundið að menn eigi að hlýða yfirvöldum en það er líka stjórnarskrárbundið að menn eiga rétt á að láta á reyna á réttinn fyrir dómi,“ segir Gísli. „Það er það sem við hugðumst gera og vorum óhræddir að bíða niðurstöðu dómstóla en þarna hefur sem sagt lögreglan og ákæruvaldið gefist upp áður en reynir á málið fyrir dómi,“ segir hann enn fremur. Þá telur hann að um sé að ræða fordæmisgefandi ákvörðun. „Með þessum viðsnúningi ákæruvaldsins held ég að þetta hljóti að vera fordæmisgefandi tilvik,“ segir Gísli. „En auðvitað er það frekar þröngt fordæmisgildi þar sem það er kannski ekki algengt að þetta gerist en þetta er bara gleðilegt. Þetta er væntanlega fyrsta málið á Íslandi þar sem kannabis í lækningar skyni, eða líknandi skyni, er viðurkennt.“
Færeyjar Lögreglumál Múlaþing Kannabis Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira