Brúskur er nýjasta tískan hjá kindum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2022 20:16 Jökull Helgason, sauðfjárbóndi á Ósabakka í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er að gera skemmtilega tilraun með ræktun á Brúskfé. Hann er mjög ánægður með árangurinn enn sem komið er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brúskfé er nýjasta tískan þegar íslenska sauðkindin er annars vegar en bóndi á Skeiðunum hefur náð góðum árangri með ræktun fjárins. Brúskurinn, sem er hárbrúskur er á hausnum á kindunum en þó ekki á enninu, heldur í hnakkanum. Í fjárhúsinu á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Jökull Helgason, fjárbóndi verið að reyna sig áfram eð ræktun á Brúskfé sér og öðrum til ánægju. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hann er með nokkrar fallegar brúskindur en brúskarnir sjást oftast best á ferukollóttu fé. „Þær eru hreinferukollóttar þessar en þá eru þær með genin beggja vegna frá. Það kemur ekki svona góður brúskur nema að það sé ferukollótt í báðum foreldrunum. Maður verður bara að halda áfram og vera með einhvern fjölda til að finna réttu einstaklingana til þess að framrækta og þannig er hægt að ná stofni upp, sem maður er sáttur við, bæði gagnvart gerð og gæðum og svo brúsknum,“ segir Jökull. En er hann eitthvað að klippa kindurnar svo brúskurinn verði fallegur? „Nei, nei, þær verða bara svona, ég klippti þær ekkert og nota ekki hársprey,“ segir Jökull hlægjandi og bætir strax við; „Svo í mars þá klippi ég brúskinn af því hann náttúrulega dettur af og ef ekki þá verður hann að flóka, þannig að það er best að hreinsa um brúskinn í mars og svo kemur nýr brúskur fyrir næsta haust.“ Hér eru þrjár kindur hjá Jökli með myndarlegan brúsk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jökull segir ótrúlega gaman að prófa sig áfram í ræktuninni hvort sem það er Brúskfé eða með mismunandi liti á fénu eða eitthvað allt annað. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman af þessu, ég er eflaust eitthvað smá skrýtinn en það fylgir bara, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, það verður að vera það,“ segir brúskbóndinn á Ósabakka. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Í fjárhúsinu á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Jökull Helgason, fjárbóndi verið að reyna sig áfram eð ræktun á Brúskfé sér og öðrum til ánægju. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hann er með nokkrar fallegar brúskindur en brúskarnir sjást oftast best á ferukollóttu fé. „Þær eru hreinferukollóttar þessar en þá eru þær með genin beggja vegna frá. Það kemur ekki svona góður brúskur nema að það sé ferukollótt í báðum foreldrunum. Maður verður bara að halda áfram og vera með einhvern fjölda til að finna réttu einstaklingana til þess að framrækta og þannig er hægt að ná stofni upp, sem maður er sáttur við, bæði gagnvart gerð og gæðum og svo brúsknum,“ segir Jökull. En er hann eitthvað að klippa kindurnar svo brúskurinn verði fallegur? „Nei, nei, þær verða bara svona, ég klippti þær ekkert og nota ekki hársprey,“ segir Jökull hlægjandi og bætir strax við; „Svo í mars þá klippi ég brúskinn af því hann náttúrulega dettur af og ef ekki þá verður hann að flóka, þannig að það er best að hreinsa um brúskinn í mars og svo kemur nýr brúskur fyrir næsta haust.“ Hér eru þrjár kindur hjá Jökli með myndarlegan brúsk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jökull segir ótrúlega gaman að prófa sig áfram í ræktuninni hvort sem það er Brúskfé eða með mismunandi liti á fénu eða eitthvað allt annað. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman af þessu, ég er eflaust eitthvað smá skrýtinn en það fylgir bara, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, það verður að vera það,“ segir brúskbóndinn á Ósabakka.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum