Gylfi bíður eftir uppsögn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 12:43 Gylfi Þór hefur staðið vaktina í farsóttahúsunum frá upphafi faraldursins. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson segir að þrátt fyrir að áfram sé töluvert álag á farsóttahúsin þá búist hann við að þeim verði lokað fyrr en síðar. Starfsfólk sé þegar farið að svipast um eftir öðrum störfum. Sjálfur hefur Gylfi verið áberandi í heimsfaraldrinum sem forstöðumaður farsóttahúsanna. „Um leið og einangrunin verður látin niður falla þá kannski verður ekki þörf fyrir okkur þannig að óneitanlega er starfsfólkið farið að líta í kringum sig eftir öðrum störfum,” segir Gylfi. „Ég bara bíð eftir að heilbrigðisráðherra haldi blaðamannafund og lýsi þessu loknu og þar með er ég rekinn, geri ég ráð fyrir,” bætir hann við og hlær. Hann segir að nú dvelji 154 á farsóttahúsunum. Þá hafi farsóttahúsið á Akureyri sprengt utan af sér og að þörf sé á að opna annað slíkt til að anna álaginu. „Norðurlandið hefur verið aðeins eftir á hvað varðar uppgang smita, það er kannski það sem útskýrir þetta helst,” segir Gylfi. Langflestir í farsóttahúsunum eru Íslendingar. „Það hafa verið að koma upp smit í jaðarhópum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis meðal heimilislausra, sem við höfum verið að sinna - með góðri aðstoð frá Reykjavíkurborg og fíknigeðsviðinu á Landspítalanum og fyrir norðan hafa nemendur á heimavist verið að smitast.” Afléttingaráætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir að reglugerð um einangrun verði afnumin. Heilbrigðisráðherra mat það hins vegar sem svo að það væri ekki tímabært að svo stöddu en að það komi til greina í næstu afléttingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
„Um leið og einangrunin verður látin niður falla þá kannski verður ekki þörf fyrir okkur þannig að óneitanlega er starfsfólkið farið að líta í kringum sig eftir öðrum störfum,” segir Gylfi. „Ég bara bíð eftir að heilbrigðisráðherra haldi blaðamannafund og lýsi þessu loknu og þar með er ég rekinn, geri ég ráð fyrir,” bætir hann við og hlær. Hann segir að nú dvelji 154 á farsóttahúsunum. Þá hafi farsóttahúsið á Akureyri sprengt utan af sér og að þörf sé á að opna annað slíkt til að anna álaginu. „Norðurlandið hefur verið aðeins eftir á hvað varðar uppgang smita, það er kannski það sem útskýrir þetta helst,” segir Gylfi. Langflestir í farsóttahúsunum eru Íslendingar. „Það hafa verið að koma upp smit í jaðarhópum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis meðal heimilislausra, sem við höfum verið að sinna - með góðri aðstoð frá Reykjavíkurborg og fíknigeðsviðinu á Landspítalanum og fyrir norðan hafa nemendur á heimavist verið að smitast.” Afléttingaráætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir að reglugerð um einangrun verði afnumin. Heilbrigðisráðherra mat það hins vegar sem svo að það væri ekki tímabært að svo stöddu en að það komi til greina í næstu afléttingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira