Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 18:30 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. Árásin átti sér stað í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt en maðurinn var handtekinn við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi notað skammbyssu til þess að skjóta á fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Aðgerðir lögreglu í nótt voru gríðarlega umfangsmiklar og þegar mest lét tóku hátt í áttatíu lögreglumenn þátt í að leita að árásarmanninum. Fljótlega eftir að hann fannst við Miklubraut var annar maður, grunaður vitorðsmaður, handtekinn. „Við erum bara með málið í rannsókn en sem stendur eru tveir aðilar grunaðir sem gerendur í þessu máli og við erum bara að skoða það,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. Teljið þið að þetta hafi verið skipulagt? „Það er bara eitt af því sem við verðum bara að skoða og sjá hvað rannsókn leiðir okkur.“ Ótengdur aðili á svæðinu tilkynnti árásina til lögreglu Báðir hinna grunuðu eru á þrítugsaldri og eiga sér sögu hjá lögreglu, þar af hefur annar þeirra varið hluta fullorðinsára sinna á bak við lás og slá. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. „Við teljum að almenningi hafi ekki stafað hætta af þessum mönnum, það er vegna þess að við teljum að þetta sé innan ákveðins hóps og þetta hafi beinst að ákveðnu fólki, þessu fólki sem varð fyrir árásinni þó svo að aðrir hafi verið í hættu sem voru líka á svæðinu,“ segir Margeir. Einn ótengdur aðili var á svæðinu en það var hann sem tilkynnti lögreglu um árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fólkið skotið af færi, konan í kviðinn og maðurinn í lærið. Konan særðist alvarlega. Teljið þið að ásetningurinn hafi verið að drepa? „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Nánast slétt ár er síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði, eða þann 13. febrúar í fyrra og þá var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst. Lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. „Þetta er mjög alvarlegt og það er kannski alltof stutt síðan svipað gerðist eða svipuð árás, atlaga, en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum ekki spenntir fyrir þróun sem þessari.“ Lögreglumál Reykjavík Skotárás í Grafarholti Tengdar fréttir Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Árásin átti sér stað í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt en maðurinn var handtekinn við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi notað skammbyssu til þess að skjóta á fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Aðgerðir lögreglu í nótt voru gríðarlega umfangsmiklar og þegar mest lét tóku hátt í áttatíu lögreglumenn þátt í að leita að árásarmanninum. Fljótlega eftir að hann fannst við Miklubraut var annar maður, grunaður vitorðsmaður, handtekinn. „Við erum bara með málið í rannsókn en sem stendur eru tveir aðilar grunaðir sem gerendur í þessu máli og við erum bara að skoða það,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. Teljið þið að þetta hafi verið skipulagt? „Það er bara eitt af því sem við verðum bara að skoða og sjá hvað rannsókn leiðir okkur.“ Ótengdur aðili á svæðinu tilkynnti árásina til lögreglu Báðir hinna grunuðu eru á þrítugsaldri og eiga sér sögu hjá lögreglu, þar af hefur annar þeirra varið hluta fullorðinsára sinna á bak við lás og slá. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. „Við teljum að almenningi hafi ekki stafað hætta af þessum mönnum, það er vegna þess að við teljum að þetta sé innan ákveðins hóps og þetta hafi beinst að ákveðnu fólki, þessu fólki sem varð fyrir árásinni þó svo að aðrir hafi verið í hættu sem voru líka á svæðinu,“ segir Margeir. Einn ótengdur aðili var á svæðinu en það var hann sem tilkynnti lögreglu um árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fólkið skotið af færi, konan í kviðinn og maðurinn í lærið. Konan særðist alvarlega. Teljið þið að ásetningurinn hafi verið að drepa? „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Nánast slétt ár er síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði, eða þann 13. febrúar í fyrra og þá var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst. Lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. „Þetta er mjög alvarlegt og það er kannski alltof stutt síðan svipað gerðist eða svipuð árás, atlaga, en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum ekki spenntir fyrir þróun sem þessari.“
Lögreglumál Reykjavík Skotárás í Grafarholti Tengdar fréttir Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23
Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent