Reynir segir dóminn víkka tjáningarfrelsið til mikilla muna Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2022 15:49 Reynir ætlar að fara yfir dóminn með lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni. Hann segir koma til greina að skjóta málinu til Mannréttindadómsstóls Evrópu en er þó ekki viss um að hann nenni að standa í þessu máli öllu lengur. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segir nýfallinn dóm í Hæstarétti vera þess eðlis að nú geti menn nánast látið nánast hvað sem er flakka. Vísir greindi frá því nú fyrir stundu að dómur í máli hans á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu hafi fallið í Hæstarétti eftir að hafa farið milli dómstiga; héraðs og Landsréttar. Hæstiréttur komst að því að í lagi væri að spyrja, eins og Arnþrúður gerði óneitanlega gildishlaðið opinberlega: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Reynir segir nú liggja fyrir að saka megi menn um manndráp og lygar og vill óska Arnþrúði til hamingju með sigurinn en ætlar nú að skoða framhaldið með Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum. Hann segir spurður það koma til greina að skjóta málinu til Mannréttindadómsstóls Evrópu, en hann segist ekki viss um að hann nenni að standa í þessu máli öllu lengur. „Ég tek þessu annars af þeirri karlmennsku sem mér er eiginleg,“ segir Reynir. Sem þó telur að þarna sé verið að setja hættulegt fordæmi. Þurfi að þola harðari ummæli Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál nyti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði yrði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiddi af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hefðu haslað sér völl á því sviði kynnu að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan teldist eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynni þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Vísir greindi frá því nú fyrir stundu að dómur í máli hans á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu hafi fallið í Hæstarétti eftir að hafa farið milli dómstiga; héraðs og Landsréttar. Hæstiréttur komst að því að í lagi væri að spyrja, eins og Arnþrúður gerði óneitanlega gildishlaðið opinberlega: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Reynir segir nú liggja fyrir að saka megi menn um manndráp og lygar og vill óska Arnþrúði til hamingju með sigurinn en ætlar nú að skoða framhaldið með Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum. Hann segir spurður það koma til greina að skjóta málinu til Mannréttindadómsstóls Evrópu, en hann segist ekki viss um að hann nenni að standa í þessu máli öllu lengur. „Ég tek þessu annars af þeirri karlmennsku sem mér er eiginleg,“ segir Reynir. Sem þó telur að þarna sé verið að setja hættulegt fordæmi. Þurfi að þola harðari ummæli Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál nyti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði yrði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiddi af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hefðu haslað sér völl á því sviði kynnu að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan teldist eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynni þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira