Fótbolti

Spotify verður aðalstyrktaraðili Barcelona og kaupir nafnaréttinn á Nývangi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barcelona verður með auglýsingu frá Spotify framan á búningi sínum frá og með næsta tímabili.
Barcelona verður með auglýsingu frá Spotify framan á búningi sínum frá og með næsta tímabili. getty/Xavi Urgeles

Barcelona er að semja við tónlistarveituna Spotify um að verða aðalstyrktaraðili félagsins. Talið er að Spotify borgi 237 milljónir punda fyrir samstarfið.

Samningurinn er til þriggja ára og tekur gildi á næsta tímabili. Barcelona mun því spila með auglýsingu frá Spotify framan á treyju sinni. Þá auglýsir Spotify einnig á æfingafatnaði Börsunga.

Samkvæmt katalónska útvarpinu RAC1 hefur Spotify einnig keypt nafnaréttinn á heimavelli Barcelona, Nývangi. Hann gæti því fengið nafnið Spotify Nou Camp.

Milljónirnar frá Spotify koma Barcelona vel enda er félagið í miklum fjárhagsvandræðum og skuldum hlaðið.

Ekki er langt síðan Daniel Ek, eigandi Spotify, reyndi að kaupa Arsenal af Stan Kroenke. Tilboði hans upp á 1,8 milljarð punda var hins vegar hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×