Innlent

Davíð Arnar vill leiða lista VG í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Davíð Arnar Stefánsson.
Davíð Arnar Stefánsson. Aðsend

Davíð Arnar Stefánsson sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí næstkomandi. 

Frá þessu segir í tilkynningu frá Davíð Arnari. Þar kemur fram að hann sé uppalinn í Hafnarfirði og hafi lengst af búið í bænum. 

„Ég er giftur æskuástinni og á með henni þrjú börn, hund og tvo ketti. Við búum í gömlu húsi á Suðurgötunni sem oft er kallað Bjarnabær og margir Hafnfirðingar þekkja. Ég er lærður garðyrkjufræðingur, húsasmiður og landfræðingur og starfa í dag hjá Landgræðslunni á sviði sjálfbærni og loftslags.

Ég er stoltur Hafnfirðingur og hef alla tíð haft skoðanir á því hvernig bærinn þróast og í hvaða átt við stefnum sem samfélag. Fái VG góða kosningu mun ég í samvinnu við félaga mína á listanum leggja mig fram um að viðhalda því góða sem gert er á mörgum sviðum í bænum – en ekki hika við að beita mér fyrir breytingum þar sem þeirra er þörf. 

Grunngildi VG eru félagslegur jöfnuðu og umhverfisvernd sem fer vel saman við mínar hugmyndir um Hafnarfjörð framtíðarinnar,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×