Lífið

Kom sér úr hjólastólnum með breyttu mataræði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elísabet menntaði sig sem næringarfræðingur til að huga að eigin heilsu.
Elísabet menntaði sig sem næringarfræðingur til að huga að eigin heilsu.

Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir hefur áður sagt frá þeirri reynslu þegar hún veiktist af alvarlegum sjúkdómi sem olli því að hún þurfti að vera í hjólastól.

Elísabet fékk alvarlegan taugasjúkdóm og lömun og náði að stíga upp úr hjólastólnum og ná fullri heilsu, meðal annars með breyttu mataræði og lífsstíl og með því að huga að andlegri heilsu.

Hún ákvað að taka málin í sínar hendur og læra allt um hvernig hún með breyttu mataræði og lífsstíl gæti náð betri heilsu.

Vala Matt ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún er í dag með Masterspróf í næringarfræði frá Háskóla Íslands og ráðleggur fólki hvernig það getur öðlast betri heilsu og meiri hamingju með réttum mat, vítamínum og lífsstíl.

„Ég var ansi langt komin, sat í hjólastól um tíma og bjó inni á Grensás,“ segir Elísabet og heldur áfram.

„Ég ákvað það þegar nokkur ár voru liðin að taka á lífstílnum og breytti mataræðinu og lífstílnum mínum og ég varð svo heilluð að ég hóf námsferil, fór að læra og endaði árið 2016 með mastersgráðu í næringarfræði.“

Hún segir að það sé mjög mikilvægt að samfélagið átti sig á því að góður lífstíll sé mikilvægur til að ná aftur heilsu.

„Sálarvítamínið okkar hér á norrænum slóðum er að taka D-vítamín. Ef við erum með D-vítamínskort þá bitnar það á andlegri heilsu, ofnæmiskerfinu, geðheilsu og öllu frumum líkamans. Það er gríðarlega alvarlegt að vera með D-vítamínskort og sérstaklega á þessum árstíma.“

 Hún segir að mikilvægt sé að taka inn vítamín til að viðhalda heilsunni og geta viðskiptavinir hennar mætt í blóðprufu til hennar til að hægt sé að sjá hvaða vítamín vantar.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×