Fleiri viðvaranir: Hvassviðri og ofankoma í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2022 18:35 Gular viðvaranir tóku gildi klukkan 18 í dag og gilda flestar í sólarhring, eða lengur. Veðurstofan Gular viðvaranir tóku gildi víðsvegar á Suðurlandi, suðvestur og vesturhorni landsins klukkan 18 í dag. Gert er ráð fyrir töluverðri ofankomu og hvassviðri en hiti verður víðast hvar á og yfir frostmarki. Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir lægðina sem margir landsmenn urðu varir við fyrr í dag ekki horfna enn. Rauð viðvörun var í gildi, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og appelsínugular viðvaranir í gildi annars staðar á landinu. Þorsteinn ræddi Veðrið í Reykjavík síðdegis fyrr í dag og segir að full innistæða hafi verið fyrir rauðu viðvöruninni. Hann segir að fólk hafi líklega „sofið veðrið af sér“ og bætir við að sem betur fer hafi vel verið varað við veðrinu. Lægðin láti þó áfram á sér kræla. „Þessi djúpa og krappa lægð sem olli óveðrinu í morgun - hún er enn þá á sveimi þarna úti á Grænlandshafi. Og hún sendi frá sér lægðardrag eða éljagarð núna í kvöld þannig að það hvessir aftur hérna sunnan og vestanlands með snjókomu. Svo fer þessi garður norður á bóginn upp Breiðafjörð og Vestfirði með tilheyrandi snjókomu og hríð og svona frekar leiðinlegu veðri í kvöld og í nótt,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn vonar að ofankoma verði ekki of mikil en telur líklegt að færð geti spillst leyti. Besta veðrið verði á norður og austurlandi en þar hafi veðrið gengið niður að mestu leyti. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt 13-20 metrum á sekúndu og éljagangi. Hviður gætu farið yfir 35 metra á sekúndu og auknar líkur eru á eldingum. Gert er ráð fyrir sama eða sambærilegu veðri á Suðurlandi, í Faxaflóa, á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Veður Almannavarnir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50 Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39 Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir lægðina sem margir landsmenn urðu varir við fyrr í dag ekki horfna enn. Rauð viðvörun var í gildi, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og appelsínugular viðvaranir í gildi annars staðar á landinu. Þorsteinn ræddi Veðrið í Reykjavík síðdegis fyrr í dag og segir að full innistæða hafi verið fyrir rauðu viðvöruninni. Hann segir að fólk hafi líklega „sofið veðrið af sér“ og bætir við að sem betur fer hafi vel verið varað við veðrinu. Lægðin láti þó áfram á sér kræla. „Þessi djúpa og krappa lægð sem olli óveðrinu í morgun - hún er enn þá á sveimi þarna úti á Grænlandshafi. Og hún sendi frá sér lægðardrag eða éljagarð núna í kvöld þannig að það hvessir aftur hérna sunnan og vestanlands með snjókomu. Svo fer þessi garður norður á bóginn upp Breiðafjörð og Vestfirði með tilheyrandi snjókomu og hríð og svona frekar leiðinlegu veðri í kvöld og í nótt,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn vonar að ofankoma verði ekki of mikil en telur líklegt að færð geti spillst leyti. Besta veðrið verði á norður og austurlandi en þar hafi veðrið gengið niður að mestu leyti. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt 13-20 metrum á sekúndu og éljagangi. Hviður gætu farið yfir 35 metra á sekúndu og auknar líkur eru á eldingum. Gert er ráð fyrir sama eða sambærilegu veðri á Suðurlandi, í Faxaflóa, á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Veður Almannavarnir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50 Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39 Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50
Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39
Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent