„Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í nótt hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við ræstum aðgerðastjórnstöðina á miðnætti og svo var það um klukkan tvö sem fyrstu verkefnin fóru að koma inn og þau urðu um sextíu áður en yfir lauk.“
Var þeirra meira eða minna en þið bjuggust við?
„Þetta var öðruvísi. Veðrið var alveg snælduvitlaust og vindstrengir hér á höfuðborgarsvæðinu voru mjög sterkir. En það sem var okkur í hag var að hitastigið var aðeins hærra en við bjuggumst við þannig að snjókoman var minni sem þýðir það að það eru miklu minni vandamál sem blasa við okkur hérna í morgunsárið.“
Hann segir að snjóruðningstækin hafi getað farið út á venjulegum tíma í morgun svo flestar stofnbrautir séu í góðu standi. Ástandið á húsagötum sé hins vegar mismunandi og fari svolítið eftir hve hátt þær standa.
Sjá má viðtalið við Ásgeir Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Viðtalið var tekið um klukkan sjö í morgun.