Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Veðrið sem gekk yfir landið í nótt og í morgun verður að sjálfsögðu fyrirferðarmikið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Betur fór en á horfði en spá um mikla snjókomu með storminum sem skall á landinu gekk ekki eftir í höfuðborginni í það minnsta. Við ræðum einnig við Víði Reynisson hjá Almannavörnum sem vísar því á bug að of langt hafi verið gengið í því að aflýsa skólastarfi vegna veðursins, börnin hafi fengið að njóta vafans. 

Þá fjöllum við um flugslysið á Þingvallavatni en ferðamennirnir sem voru um borð voru á aldrinum 22 til 32 ára. Ekki verður hægt að sækja hin látnu fyrr en síðar í vikunni sökum veðurs.

Þá verður rætt við ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem kallar eftir því að fjarlægðaregla verði afnumin í háskólum landsins en óljóst er hvort heilbrigðisráðherra kynni frekari afléttingar á samkomutakmörkunum á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×