Lífið

Sigrún Ósk og Jón Þór selja á Akranesi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sigrún Ósk og Jón Þór selja heimili sitt á Akranesi.
Sigrún Ósk og Jón Þór selja heimili sitt á Akranesi.

Fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og knattspyrnuþjálfarinn Jón Þór Hauksson hafa sett á sölu heimili sitt að Bjarkargrund 46 á Akranesi en þau eru að byggja sér hús. 

Fyrir viku var tilkynnt að Jón Þór verður næsti þjálfari ÍA í efstu deild karla í knattspyrnu.

Samkvæmt Fasteignavefnum er að ræða fjögurra herbergja einbýlishús. Eignin er alls 143 fermetrar og uppsett verð er 74.900.000. Búiið er að taka ýmislegt í gegn í húsinu en Sindri Sindrason fékk að fylgjast með framkvæmdum á eldhúsi og þvottahúsi árið 2020 og var sýnt frá því í þáttunum Heimsókn á Stöð 2. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Brot af innliti Sindra til Sigrúnar Óskar má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Sigrún Ósk og Jón Þór eiga von á þriðja drengnum

„Þið sem hélduð að við Jón Þór værum bara á leið í golfklúbb og að fá okkur hund getið gleymt því! Fimmti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í heiminn og okkar menn urðu dauðfegnir í gær að þurfa ekki að læra að fara í Barbie,“ skrifar fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir í færslu á Facebook en hún og knattspyrnuþjálfarinn Jón Þór Hauksson eiga von á sínu þriðja barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×