Innlent

Flak flug­­vélarinnar mjög heil­­legt á botni vatnsins

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Leitað verður að fólkinu sem var um borð í vélinni á botni vatnsins og í kring um það í dag.
Leitað verður að fólkinu sem var um borð í vélinni á botni vatnsins og í kring um það í dag. vísir/arnar

Flak flug­vélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þing­valla­vatns á föstudag, er mjög heil­legt. Allt bendir til að flug­vélin hafi hafnað á Þing­valla­vatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálf­sdáðum eftir að hún endaði á vatninu.

Það kom í ljós seinni partinn í gær þegar kaf­bátur var sendur niður að flakinu til að kanna að­stæður þar betur að enginn væri um borð í flug­vélinni.

Leit hófst að flug­manninum og þremur er­lendum ferða­mönnum, sem voru far­þegar hans, í birtingu í morgun. Fjöl­mennt lið lög­reglu- og björgunar­sveitar­fólks á­samt sér­að­gerða­sveit Land­helgis­gæslunnar tekur þátt í leitinni.

Leitar­fólk er í kapp­hlaupi við tímann þar sem ofsa­veðri er spáð á svæðinu og um land allt í nótt.

Leitað er að fólkinu við vatnið, á því og á botni þess með kaf­báti.

Engar líkur á að fólkið hafi komist í land

„Vélin lendir í vatninu og þá er greini­legt að fólkið hafi komist af sjálfs­dáðum út úr henni,“ segir Oddur Árna­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á Suður­landi.

Það séu engar líkur á að nokkur hafi komist lifandi í land.

„Stysta leið í land er um kíló­meter og vatnið er núll til ein gráða og að­stæðurnar til að komast úr þessu eru bara ó­mögu­legar, sko. Of­kælingin er bara komin strax,“ segir Oddur.

Oddur Árnason á vettvangi síðasta föstudag.V'isir

Enn séu engar vís­bendingar um það atvikaðist að flugvélin endaði í vatninu.

„Nei, við bara gefum okkur ekki neitt það eru teknir saman ein­stakir þættir í hverjum rann­sóknar­hluta og úr því verður ein­hver heildar­mynd sem við erum ekkert að gefa út um fyrr en rann­sókn er lokið,“ segir Oddur.

Hann vill ekki svara því hvort ein­hver sam­skipti hafi verið milli flug­vélarinnar og flug­stjórnar eftir að hún fór í loftið.

„Flug­maðurinn til­kynnir um flug­planið bara eins og er gert og við skulum svo bara eiga annað inni í rann­sókninni. Og upp­lýsum ekkert um hana eða ein­staka þætti hennar,“ segir Oddur.


Tengdar fréttir

Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun

Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun.

Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku

Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×