Innlent

Senda neyðar­kall á starfs­fólk Land­spítala vegna mann­eklu

Árni Sæberg skrifar
Landspítalinn er fáliðaður um þessar mundir.
Landspítalinn er fáliðaður um þessar mundir. Vísir/Vilhelm

Landspítalinn hefur sent út neyðarkall á starfsmenn sína vegna mikillar manneklu vegna Covid-19. Spítalann bráðvantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á aukavaktir um helgina.

Í fréttatilkynningu frá Landspítala segir að mikill fjöldi starfsfólks glími nú við veikindi og fjarvistir sem tengjast Covid-19. Þess vegna bráðvanti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til þess að koma inn og taka aukavaktir núna yfir helgina, 4.-6. febrúar.

Sér í lagi á meltingar- og nýrnadeild og kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild, en einnig vanti fólk víðar. 

Þess vegna hafi verið gripið til þess ráðs að senda út svokallað neyðarkall á starfsfólk Landspítala.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×