Fótbolti

Aron kom Al Arabi á bragðið

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson sendir skipanir til liðsfélaga.
Aron Einar Gunnarsson sendir skipanir til liðsfélaga. Getty/Simon Holmes

Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta mark Al Arabi þegar liðið vann 4-2 sigur gegn Al Shamal í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Aron skoraði markið sitt á 25. mínútu og jafnaði metin í 1-1 en Al Shamal komst aftur yfir áður en Al Arabi jafnaði rétt fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleik tryggðu heimamenn sér svo sigurinn með tveimur mörkum á fyrsta korterinu.

Al Arabi hefur átt afar erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum og hafði aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum fyrir leikinn við Al Shamal í dag.

Sigurinn fleytti Al Arabi, alla vega tímabundið, upp í 5. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 26 stig eftir 17 leiki, tveimur stigum frá 3. sæti sem gefur þátttökurétt í forkeppi Meistaradeildar Asíu. Al Shamal er í 10. sæti af 12 liðum, með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×