Stórstjörnur ekki valdar í bandaríska landsliðið fyrir leikina á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 12:31 Megan Rapinoe og Alex Morgan fagna hér sigri á SheBelieves Cup í fyrra. Þær verða ekki með í ár. Getty/Mike Ehrmann Megan Rapinoe og Alex Morgan hafa verið í leiðtogahlutverkum hjá bandaríska fótboltalandsliðinu og andlit liðsins út á við. Ekki lengur. Tvær af stærstu stjörnum bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu voru ekki valdar í landsliðshópinn fyrir SheBelieves mótið þar sem bandarísku stelpurnar spila meðal annars við íslenska landsliðið. Leikmennirnir eru Megan Rapinoe og Alex Morgan en hvorug þeirra eru í 23 manna leikmannahópi þjálfarans Vlatko Andonovski. Báðar hafa þær verið fyrirliðar liðsins undanfarin ár. Lots of big-name veterans missing, and Trinity Rodman only makes it as a training player, but an interesting mix of #USWNT veterans and players fighting for a spot on the new SheBelieves Cup roster: https://t.co/sSsBffW1VA— Caitlin Murray (@caitlinmurr) February 3, 2022 Megan Rapinoe er 36 ára gömul, hefur skorað 62 mörk í 187 landsleikjum og tvisvar orðið heimsmeistari með liðinu. Hún var kosin besta knattspyrnukona heims árið 2019 en það ár var hún bæði besti leikmaður og markadrottning HM. Alex Morgan er 32 ára gömul, hefur skorað 115 mörk í 190 landsleikjum og tvisvar orðið heimsmeistari með liðinu. Hún var valin í úrvalslið ársins hjá FIFA á síðasta ári og það í fjórða sinn. Rapinoe hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum heldur hefur hún verið talsmaður liðsins og barist fyrir betri kjörum og meiri virðingu fyrir kvennaboltanum. Bandaríkin mætir Tékklandi, Nýja-Sjálandi og Íslandi á SheBelieves mótinu en leikirnir fara fram frá 17. til 20. febrúar. Spilað verður í Kaliforníu og Texas. Það lítur út fyrir að Andonovski sé að hrista aðeins upp í hópnum en ellefu af 23 leikmönnum hafa verið í kringum liðið undanfarin ár. Það eru ekki bara Rapinoe, Morgan sem missa sæti sitt í liðinu heldur vantar þar einnig leikmenn eins og Tobin Heath og Christen Press. Nýliðinn Trinity Rodman var valin í stærri æfingahóp á dögunum en hún er ekki í hópnum núna. Hún verður samt með liðinu sem æfingaleikmaður enda nokkuð ljóst að þessi nítján ára stelpa mun fá stórt hlutverk í liðinu i framtíðinni. Leikmannahópur Bandaríkjanna: Markmenn: Aubrey Kingsbury (Washington Spirit; 0), Casey Murphy (North Carolina Courage; 2), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars; 78). Varnarmenn: Alana Cook (OL Reign; 4/0), Abby Dahlkemper (San Diego Wave FC; 77/0), Tierna Davidson (Chicago Red Stars; 45/1), Emily Fox (Racing Louisville FC; 8/0), Sofia Huerta (OL Reign; 9/0), Kelley O'Hara (Washington Spirit; 148/2), Emily Sonnett (Washington Spirit; 63/0), Becky Sauerbrunn (Portland Thorns FC; 199/0). Miðjumenn: Morgan Gautrat (Chicago Red Stars; 87/8), Lindsey Horan (Olympique Lyonnais; 108/25), Rose Lavelle (OL Reign; 68/18), Catarina Macario (Olympique Lyonnais; 12/3), Kristie Mewis (NJ/NY Gotham FC; 33/4), Ashley Sanchez (Washington Spirit; 2/0), Andi Sullivan (Washington Spirit; 22/2). Framherjar: Ashley Hatch (Washington Spirit; 4/2), Mallory Pugh (Chicago Red Stars; 67/18), Margaret Purce (NJ/NY Gotham FC; 9/2), Sophia Smith (Portland Thorns FC; 10/1), Lynn Williams (Kansas City Current; 45/14) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Tvær af stærstu stjörnum bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu voru ekki valdar í landsliðshópinn fyrir SheBelieves mótið þar sem bandarísku stelpurnar spila meðal annars við íslenska landsliðið. Leikmennirnir eru Megan Rapinoe og Alex Morgan en hvorug þeirra eru í 23 manna leikmannahópi þjálfarans Vlatko Andonovski. Báðar hafa þær verið fyrirliðar liðsins undanfarin ár. Lots of big-name veterans missing, and Trinity Rodman only makes it as a training player, but an interesting mix of #USWNT veterans and players fighting for a spot on the new SheBelieves Cup roster: https://t.co/sSsBffW1VA— Caitlin Murray (@caitlinmurr) February 3, 2022 Megan Rapinoe er 36 ára gömul, hefur skorað 62 mörk í 187 landsleikjum og tvisvar orðið heimsmeistari með liðinu. Hún var kosin besta knattspyrnukona heims árið 2019 en það ár var hún bæði besti leikmaður og markadrottning HM. Alex Morgan er 32 ára gömul, hefur skorað 115 mörk í 190 landsleikjum og tvisvar orðið heimsmeistari með liðinu. Hún var valin í úrvalslið ársins hjá FIFA á síðasta ári og það í fjórða sinn. Rapinoe hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum heldur hefur hún verið talsmaður liðsins og barist fyrir betri kjörum og meiri virðingu fyrir kvennaboltanum. Bandaríkin mætir Tékklandi, Nýja-Sjálandi og Íslandi á SheBelieves mótinu en leikirnir fara fram frá 17. til 20. febrúar. Spilað verður í Kaliforníu og Texas. Það lítur út fyrir að Andonovski sé að hrista aðeins upp í hópnum en ellefu af 23 leikmönnum hafa verið í kringum liðið undanfarin ár. Það eru ekki bara Rapinoe, Morgan sem missa sæti sitt í liðinu heldur vantar þar einnig leikmenn eins og Tobin Heath og Christen Press. Nýliðinn Trinity Rodman var valin í stærri æfingahóp á dögunum en hún er ekki í hópnum núna. Hún verður samt með liðinu sem æfingaleikmaður enda nokkuð ljóst að þessi nítján ára stelpa mun fá stórt hlutverk í liðinu i framtíðinni. Leikmannahópur Bandaríkjanna: Markmenn: Aubrey Kingsbury (Washington Spirit; 0), Casey Murphy (North Carolina Courage; 2), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars; 78). Varnarmenn: Alana Cook (OL Reign; 4/0), Abby Dahlkemper (San Diego Wave FC; 77/0), Tierna Davidson (Chicago Red Stars; 45/1), Emily Fox (Racing Louisville FC; 8/0), Sofia Huerta (OL Reign; 9/0), Kelley O'Hara (Washington Spirit; 148/2), Emily Sonnett (Washington Spirit; 63/0), Becky Sauerbrunn (Portland Thorns FC; 199/0). Miðjumenn: Morgan Gautrat (Chicago Red Stars; 87/8), Lindsey Horan (Olympique Lyonnais; 108/25), Rose Lavelle (OL Reign; 68/18), Catarina Macario (Olympique Lyonnais; 12/3), Kristie Mewis (NJ/NY Gotham FC; 33/4), Ashley Sanchez (Washington Spirit; 2/0), Andi Sullivan (Washington Spirit; 22/2). Framherjar: Ashley Hatch (Washington Spirit; 4/2), Mallory Pugh (Chicago Red Stars; 67/18), Margaret Purce (NJ/NY Gotham FC; 9/2), Sophia Smith (Portland Thorns FC; 10/1), Lynn Williams (Kansas City Current; 45/14)
Leikmannahópur Bandaríkjanna: Markmenn: Aubrey Kingsbury (Washington Spirit; 0), Casey Murphy (North Carolina Courage; 2), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars; 78). Varnarmenn: Alana Cook (OL Reign; 4/0), Abby Dahlkemper (San Diego Wave FC; 77/0), Tierna Davidson (Chicago Red Stars; 45/1), Emily Fox (Racing Louisville FC; 8/0), Sofia Huerta (OL Reign; 9/0), Kelley O'Hara (Washington Spirit; 148/2), Emily Sonnett (Washington Spirit; 63/0), Becky Sauerbrunn (Portland Thorns FC; 199/0). Miðjumenn: Morgan Gautrat (Chicago Red Stars; 87/8), Lindsey Horan (Olympique Lyonnais; 108/25), Rose Lavelle (OL Reign; 68/18), Catarina Macario (Olympique Lyonnais; 12/3), Kristie Mewis (NJ/NY Gotham FC; 33/4), Ashley Sanchez (Washington Spirit; 2/0), Andi Sullivan (Washington Spirit; 22/2). Framherjar: Ashley Hatch (Washington Spirit; 4/2), Mallory Pugh (Chicago Red Stars; 67/18), Margaret Purce (NJ/NY Gotham FC; 9/2), Sophia Smith (Portland Thorns FC; 10/1), Lynn Williams (Kansas City Current; 45/14)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira