Innlent

Jarð­skjálfti í Kötlu: „Þetta virðist vera stærsti skjálfti síðan 2017“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Veðurstofan fylgist vel með stöðunni.
Veðurstofan fylgist vel með stöðunni. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti 4,0 að stærð mældist klukkan 19.10 í kvöld í norðausturrima öskju eldfjallsins Kötlu. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en Veðurstofa segir ekki merki um gosóróa.

Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jarðskjálftar mælist í Kötlu-öskjunni endrum og eins en lítil virkni hafi verið síðustu fjögur ár.

„Þetta virðist vera stærsti skjálfti síðan 2017 en virknin er að mestu komin niður aftur og við fylgjumst vel með stöðunni áfram.“

Hann segir að Veðurstofan sé með sólarhringsvakt og vel verði fylgst með svæðinu. Það sé þó ekkert sem bendi til þess að gos sé í nánd á þessum tímapunkti.

„Katla er ekki á óvissustigi eins og er og virkni verður að aukast til muna til þess að hún færi á eitthvað óvissustig,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Fjölmargir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.Veðurstofan


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×