Innlent

Lést í bíl­slysi við Fram­halds­skólann á Laugum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slysið varð við Framhaldsskólann á Laugum.
Slysið varð við Framhaldsskólann á Laugum.

Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að lögreglunni hafi borist tilkynning um slysið skömmu eftir klukkan tvö í dag.

„Þar hefði 19 ára karlmaður orðið fyrir bíl. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Nokkrir nemendur úr skólanum urðu vitni að slysinu og hefur áfallahjálparteymi Rauða krossins verið virkjað til að hlúa að þeim.

Rannsókn á tildrögum slyssins er á algjöru frumstigi og vettvangsrannsókn enn yfirstandandi að því er fram kemur í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×