Innlent

Al­var­legt bíl­slys við Fram­halds­skólann á Laugum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum í dag.
Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum í dag. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 

Hvorki lögreglan á Húsavík né á Akureyri vildi tjá sig frekar um málið og vísaði til þess að upplýst yrði um slysið síðar. 

Jón Brynjar Birgisson hjá Rauða Krossinum staðfestir það í samtali við fréttastofu að viðbragðshópur á vegum Rauða Krossins hafi verið sendur að Framhaldsskólanum að Laugum fyrr í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu urðu margir vitni að slysinu. 

Uppfært klukkan 17:42

Nítján ára piltur lést í slysinu að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Rannsóknin er á frumstigi.

Kl. 14:03 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að slys hefði orðið við Framhaldsskólann á Laugum. Þar hefði 19 ára karlmaður orðið fyrir bíl. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Nokkrir nemendur úr skólanum urðu vitni að slysinu og hefur áfallahjálparteymi Rauða krossins verið virkjað til að hlúa að þeim. Rannsókn á tildrögum slyssins er á algjöru frumstigi og vettvangsrannsókn enn yfirstandandi þegar þetta er skráð. Lögreglan getur því ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo komnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×