Egill Þór fyrstur Íslendinga í nýja hátæknimeðferð við krabbameini Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 12:24 Egill Þór. Baráttan við krabbameinið hefur verið erfið, æxlið hefur verið illskeytt og stækkað ört. Hann mun nú gangast undir flókna hátæknimeðferð í Lundi í Svíþjóð en læknar vonast til að það muni leiða ráða niðurlögum meinsins. Sjálfstæðisflokkurinn Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur undanfarnar vikur og mánuði háð baráttu við eitilfrumukrabbamein. Hann er nú staddur í Lundi í Svíþjóð og mun fyrstur Íslendinga gangast undir nýja hátæknimeðferð við „aggresívu“ krabbameini. Egill Þór, sem er fæddur 1990, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en Vísir hefur áður greint frá baráttu Egils Þórs. Erfið barátta því meinið er illskeytt Egill Þór er með fjölskyldu sinni í Lundi en hann segir að síðustu vikur hafi reynst sér erfiðar bæði líkamlega sem andlega þar sem líkaminn hefur ekki verið að svara lyfjameðferð eins og vonast var, eftir að krabbameinið tók sig upp aftur. Egill Þór er kominn til Svíþjóðar en þarna er hann fyrir framan sjúkrahúsið í Lundi. „Í stuttu máli þá hef ég verið mjög lasinn og í óvissu hvernig framhaldið yrði, æxlið er jú mjög aggresívt og stækkar hratt þegar það svarar ekki lyfjum.“ Egill segir, í samtali við Vísi, þessa baráttu hafa verið sveiflukennda. „Fyrst þegar ég fór í meðferð þá gekk allt eftir bókinni og ég útskrifaðist eftir 4 lyfjameðferðir. Stuttu seinna fóru hins vegar einkennin öll að koma aftur og núna hefur þetta ekki verið jafn auðvelt að ná þessu niður. Þannig að það endar með því að ég var sendur hingað til Svíþjóðar.“ Afar flókin meðferð Og nú hefur verið ákveðið að senda Egil, fyrstan Íslendinga, í nýja hátæknimeðferð á sjúkrahúsinu í Lundi. „Meðferðin er flókin en gengur út á að frumur eru teknar úr mér, þeim erfðabreytt, dælt svo aftur inn í mig nokkrum vikum síðar í von um að þær ráðist á æxlið og drepi það fyrir fullt og allt. Þetta telja sérfræðilæknar að séu bestu líkur á lækningu. Við erum því bæði þakklát og bjartsýn á að þetta skili góðri niðurstöðu að lokum,“ segir Egill. Hann segir að meðferðin heiti car-t cell og að sögn læknanna gefur hún bestar líkur á bata. „Ég hef aldrei spurt út í prósentur á lækningu eða öðru, það er eitthvað sem ég persónulega vill ekki vita hreint út. Spítalinn hér í Lundi tók 13 manns að ég held í þessa meðferð, allt síðasta ár þannig þessi tækni er mjög ný en þó ekki á tilraunastigi.“ Heilbrigðismál Svíþjóð Íslendingar erlendis Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Egill Þór, sem er fæddur 1990, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en Vísir hefur áður greint frá baráttu Egils Þórs. Erfið barátta því meinið er illskeytt Egill Þór er með fjölskyldu sinni í Lundi en hann segir að síðustu vikur hafi reynst sér erfiðar bæði líkamlega sem andlega þar sem líkaminn hefur ekki verið að svara lyfjameðferð eins og vonast var, eftir að krabbameinið tók sig upp aftur. Egill Þór er kominn til Svíþjóðar en þarna er hann fyrir framan sjúkrahúsið í Lundi. „Í stuttu máli þá hef ég verið mjög lasinn og í óvissu hvernig framhaldið yrði, æxlið er jú mjög aggresívt og stækkar hratt þegar það svarar ekki lyfjum.“ Egill segir, í samtali við Vísi, þessa baráttu hafa verið sveiflukennda. „Fyrst þegar ég fór í meðferð þá gekk allt eftir bókinni og ég útskrifaðist eftir 4 lyfjameðferðir. Stuttu seinna fóru hins vegar einkennin öll að koma aftur og núna hefur þetta ekki verið jafn auðvelt að ná þessu niður. Þannig að það endar með því að ég var sendur hingað til Svíþjóðar.“ Afar flókin meðferð Og nú hefur verið ákveðið að senda Egil, fyrstan Íslendinga, í nýja hátæknimeðferð á sjúkrahúsinu í Lundi. „Meðferðin er flókin en gengur út á að frumur eru teknar úr mér, þeim erfðabreytt, dælt svo aftur inn í mig nokkrum vikum síðar í von um að þær ráðist á æxlið og drepi það fyrir fullt og allt. Þetta telja sérfræðilæknar að séu bestu líkur á lækningu. Við erum því bæði þakklát og bjartsýn á að þetta skili góðri niðurstöðu að lokum,“ segir Egill. Hann segir að meðferðin heiti car-t cell og að sögn læknanna gefur hún bestar líkur á bata. „Ég hef aldrei spurt út í prósentur á lækningu eða öðru, það er eitthvað sem ég persónulega vill ekki vita hreint út. Spítalinn hér í Lundi tók 13 manns að ég held í þessa meðferð, allt síðasta ár þannig þessi tækni er mjög ný en þó ekki á tilraunastigi.“
Heilbrigðismál Svíþjóð Íslendingar erlendis Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira