Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Íbúar á norðurhveli jarðar hafa búið við mikinn veðurofsa um helgina. Búast má við samtöngutruflunum á landinu í dag vegna veðurs. Við skoðum veðrið, bæði hérna heima og erlendis í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

890 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta er í fyrsta sinn í þrjár vikur sem daglegur smitfjöldi er undir þúsund. 

Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir boða harðar viðskiptaþvinganir. 

Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugri á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×