Innlent

Tomasz gengst við á­­sökunum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fjöldi fyrirtækja sleit samstarfi við Tomasz í vikunni eftir að konur höfðu sakað hann um ofbeldi.
Fjöldi fyrirtækja sleit samstarfi við Tomasz í vikunni eftir að konur höfðu sakað hann um ofbeldi.

Tomasz Þór Veruson fjallagarpur hefur nú gengist við ásökunum um ofbeldi. Hann segist hafa beðið þolendur afsökunar og kveðst hafa verið á vondum stað andlega en taki þó fulla ábyrgð á hegðun sinni.

„Undanfarna daga hefur verið fjallað um mig og fyrri sambönd mín á samfélags- og fréttamiðlum vegna andlegs ofbeldis og óviðeigandi framkomu af minni hálfu í garð ástvina. Ég gengst við þeim og á mér þar engar málsbætur“ segir orðrétt í færslu Tomaszar.

Hvert fyrirtækið á fætur öðru hætti samstarfi við fjallgöngugarpinn eftir að kona sakaði hann um andlegt og líkamlegt ofbeldi á meðan tveggja ára sambandi þeirra stóð. Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, sagðist stuttu síðar hafa staðið í sömu sporum.

Eins og fyrr segir kveðst Tomasz hafa áður beðið þolendur afsökunar á hegðun sinni. Bæði áður og eftir að samböndum hafi lokið. 

„Síðastliðin þrjú ár hef ég markvisst leitað mér faglegrar aðstoðar, bæði hjá heilbrigðisstofnunum en einnig sálfræðingi og geri það enn,“ segir Tomasz meðal annars og kveðst hafa látið vanlíðan sína bitna á öðrum í stað þess að leita sér aðstoðar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.