Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára og neyddist til að fara í meðferð. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þá verða orkumálin tekin ítarlega fyrir en Landsnet varar við því í nýrri greiningu í dag að raforkuskortur verði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki verði brugðist skjótt við. Við ræðum við forstjóra Landsnets og verðum í beinni útsendingu frá Alþingi, þar sem málið var rætt í dag.

Við tökum einnig stöðuna á spennunni sem nú ríkir milli Úkraínu og Rússlands en sérfræðingur telur ólíklegt að Rússar geri innrás í Úkraínu, líkt og þeir hafa hótað. Sök Vesturlanda í deilunni sé jafnframt mikil.

Þá hittum við eigendur hundsins Pílu sem bjargað var á ótrúlegan hátt í Bolungarvík eftir þriggja vikna leit og ræðum við forseta Íslands um mikla úlfúð íslensku þjóðarinnar í garð Dana, eftir grátlegt tap á Evrópumeistaramóti karla í handknattleik í Búdapest í gær. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×