Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 16:52 Frá Litla hrauni. Vísir/Vilhelm Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. Greint var frá því á Vísi í morgun að hópsmit hefði komið upp á Litla Hrauni og þar hefði verið gripið til aðgerða. Föngum hefði ekki verið hleypt út úr klefum um tíma. Sjá einnig: Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni „Rétt eins og fyrir utan hafa aldrei fleiri greinst með Covid-19 innan fangelsismúranna og reynt hefur á þolmörk bæði fanga og fangavarða. Aðgerðir eru aftur á móti í engum takti við það sem gerist í frelsinu og segja má að afleiðingar þess séu að fæða af sér nýtt afbrigði sakamanna,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Afstöðu. Þar segir enn fremur að fangelsum hafi verið að mestu lokað fyrir inn- og útstreymi árið 2020. Fangar hafi ekki fengið heimsóknir né leyfi og börn og makar hafi þurft að halda sig fjarri. „Á sama tíma, og í stað þess að létta á fangelsunum, hefur Fangelsismálastofnun farið að beita aðferð sem kennd er við mál í kerfinu og virðist hún helst hugsuð til þess að fara eftir geðþótta lögreglunnar sem æskir þess að halda tilteknu fólki lengur í afplánun en þörf er á. Stjórn Afstöðu hefur ítrekað bent Fangelsismálastofnun á það alvarlega ástand sem skapast hefur í fangelsunum vegna hrakandi andlegri heilsu fanga. Er það helst vegna þeirrar einangrunar sem fangar hafa þurft að sæta og bætist þá ofan á þessi vanhugsaða aðferð að tefja lausn fanga eftir hentugleika lögreglunnar.“ Stjórnin segir fanga ekki fá að hafa samskipti við aðra fanga þessa dagana og þrátt fyrir að enginn sé alvarlega veikur sé þeim föngum haldið lokuðum inni í klefum án sambands við umheiminn. Sumir þeirra hafi þegar átt að hafa fengið reynslulausn. Engin ástæða sé til að halda þeim enn í fangelsi. „Stjórn Afstöðu skorar á fangelsisyfirvöld að hleypa þeim föngum sem komnir eru á reynslulausnartíma, enn með mál í kerfinu, úr fangelsi enda hafa þeir afplánað sinn dóm og bera ekki ábyrgð á löngum rannsóknartíma lögreglunnar. Fangavist þessa fólks á undanförnum mánuðum og árum hefur verið margföld á við það sem áður hefur þekkst.“ Í lok yfirlýsingarinnar þakkar Afstaða fangavörðum og öðru starfsfólki fangelsanna fyrir vinnu þeirra. Þau hafi verið undir miklu álagi og gott starf hafi verið unnið við krefjandi aðstæður. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að hópsmit hefði komið upp á Litla Hrauni og þar hefði verið gripið til aðgerða. Föngum hefði ekki verið hleypt út úr klefum um tíma. Sjá einnig: Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni „Rétt eins og fyrir utan hafa aldrei fleiri greinst með Covid-19 innan fangelsismúranna og reynt hefur á þolmörk bæði fanga og fangavarða. Aðgerðir eru aftur á móti í engum takti við það sem gerist í frelsinu og segja má að afleiðingar þess séu að fæða af sér nýtt afbrigði sakamanna,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Afstöðu. Þar segir enn fremur að fangelsum hafi verið að mestu lokað fyrir inn- og útstreymi árið 2020. Fangar hafi ekki fengið heimsóknir né leyfi og börn og makar hafi þurft að halda sig fjarri. „Á sama tíma, og í stað þess að létta á fangelsunum, hefur Fangelsismálastofnun farið að beita aðferð sem kennd er við mál í kerfinu og virðist hún helst hugsuð til þess að fara eftir geðþótta lögreglunnar sem æskir þess að halda tilteknu fólki lengur í afplánun en þörf er á. Stjórn Afstöðu hefur ítrekað bent Fangelsismálastofnun á það alvarlega ástand sem skapast hefur í fangelsunum vegna hrakandi andlegri heilsu fanga. Er það helst vegna þeirrar einangrunar sem fangar hafa þurft að sæta og bætist þá ofan á þessi vanhugsaða aðferð að tefja lausn fanga eftir hentugleika lögreglunnar.“ Stjórnin segir fanga ekki fá að hafa samskipti við aðra fanga þessa dagana og þrátt fyrir að enginn sé alvarlega veikur sé þeim föngum haldið lokuðum inni í klefum án sambands við umheiminn. Sumir þeirra hafi þegar átt að hafa fengið reynslulausn. Engin ástæða sé til að halda þeim enn í fangelsi. „Stjórn Afstöðu skorar á fangelsisyfirvöld að hleypa þeim föngum sem komnir eru á reynslulausnartíma, enn með mál í kerfinu, úr fangelsi enda hafa þeir afplánað sinn dóm og bera ekki ábyrgð á löngum rannsóknartíma lögreglunnar. Fangavist þessa fólks á undanförnum mánuðum og árum hefur verið margföld á við það sem áður hefur þekkst.“ Í lok yfirlýsingarinnar þakkar Afstaða fangavörðum og öðru starfsfólki fangelsanna fyrir vinnu þeirra. Þau hafi verið undir miklu álagi og gott starf hafi verið unnið við krefjandi aðstæður.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira