Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2022 10:25 Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að smitið hafi verið að koma upp en um 15 til 20 fangar hafa greinst með Covid. vísir/vilhelm Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis en staðan í fangelsinu í morgun var sú að föngum var ekki hleypt út úr klefum sínum í morgun. Og fylgdir það sögunni að þeir hafi ekki fengið morgunmat á þeim tíma sem þeir eru vanir. „Staðan er þannig, svo það sé sagt hreint út, að það er komið upp hópsmit meðal fanga á Litla-Hrauni. Það sem verið er að gera núna er að kortleggja stöðuna, gera sér grein fyrir útbreiðslunni og á meðan það er í gangi takmörkum við samband milli deilda og húsa,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Hann segir að þeir sem greinst hafi smitaðir séu 15 til 20 en enn er verið að taka sýni. Smitið var að koma upp og ráðstafanir sem gerðar eru séu í samráði og samstarfi við sóttvarnalækni. „Við útfærum við þetta eins og frekast er unnt í samræmi við meðalhóf þó þannig að við tryggjum sem kostur er að smit berist ekki víðar.“ Sem þýðir þá hvað fyrir fangana? „Þetta þýðir fyrir fangana sama og fyrir fólkið í landinu. Þeir sem eru smitað-ir af covid þurfa að einangra sig með sama hætti og annar staðar en við erum að athuga hvort unnt sé að flytja þá saman á deild sem eru með smit, þannig að þeir þurfi ekki að vera einangraðir inni á klefum.“ Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Sjá meira
Þetta er samkvæmt heimildum Vísis en staðan í fangelsinu í morgun var sú að föngum var ekki hleypt út úr klefum sínum í morgun. Og fylgdir það sögunni að þeir hafi ekki fengið morgunmat á þeim tíma sem þeir eru vanir. „Staðan er þannig, svo það sé sagt hreint út, að það er komið upp hópsmit meðal fanga á Litla-Hrauni. Það sem verið er að gera núna er að kortleggja stöðuna, gera sér grein fyrir útbreiðslunni og á meðan það er í gangi takmörkum við samband milli deilda og húsa,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Hann segir að þeir sem greinst hafi smitaðir séu 15 til 20 en enn er verið að taka sýni. Smitið var að koma upp og ráðstafanir sem gerðar eru séu í samráði og samstarfi við sóttvarnalækni. „Við útfærum við þetta eins og frekast er unnt í samræmi við meðalhóf þó þannig að við tryggjum sem kostur er að smit berist ekki víðar.“ Sem þýðir þá hvað fyrir fangana? „Þetta þýðir fyrir fangana sama og fyrir fólkið í landinu. Þeir sem eru smitað-ir af covid þurfa að einangra sig með sama hætti og annar staðar en við erum að athuga hvort unnt sé að flytja þá saman á deild sem eru með smit, þannig að þeir þurfi ekki að vera einangraðir inni á klefum.“
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Sjá meira