Undanþága veitt frá sóttvarnareglum á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2022 14:45 Engum datt í hug að vera með grímu þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í gær. Forseti Íslands var gestgjafi en á myndinni má sjá Heiðar Inga Svansson formann Fibut flytja ávarp. skjáskot/ruv Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin og ávarpaði salinn en gestir voru fimmtíu. Sem sátu prúðbúnir og grímulausir. Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem hafa veg og vanda að verðlaunum, vill ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. „No comment,“ segir formaðurinn og bendir á að viðburðurinn sé á forræði forsetaskrifstofunnar og Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið fær undanþágu frá reglum Morgunblaðið leitaði svara við þessu álitaefni á sinni fréttavakt í gær en í blaðinu í morgun má lesa svör Sifjar Gunnarsdóttur forsetaritara við spurningum um hvort þarna hafi verið farið á svig við reglur. Á daginn kemur að Ríkisútvarpið og skrifstofa forseta Íslands fengu sérstaka undanþágu frá almennum sóttvarnareglum vegna þessa atburðar. „Rúv, í svona upptöku, er með undanþágu þannig að við sátum þarna með öllum, öllu tæknifólki og starfsfólki, og það voru undir 40 manns,“ sagði Sif í samtali við Morgunblaðið spurð í hvaða sóttvarnaregluflokk viðburðurinn hefði fallið. Sif segir að Rúv megi við slík upptökuskilyrði vinna með 40 manns í tilteknu rými. Að sögn Sifjar hefur Ríkisútvarpið sérstakar heimildir þegar slíkar aðstæður koma upp og þá að bil sé milli fólks og 40 manns sé í rýminu. En samkvæmt reglum má hafa allt að 50 manns á sitjandi sviðslistarviðburðum ef; a) allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum, b) Allir gestir noti andlitsgrímu (sem ekki var við afhendingu verðlaunanna), ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir, á meðan og eftir að honum lýkur og d) að viðstaddir haldi kyrru fyrir í sætum sínum ef hlé er gert á viðburðinu. Það sem höfðingjarnir hafast að Einn sem tekið hefur málið upp á sinni Facebooksíðu er Leifur Ragnar Jónsson: „Hvers lags grín eru þessar sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir ? Mega koma fleiri en 10 saman ef að er partý á Bessastöðum? Þvílík hræsni og auðvitað í beinni á RÚV. Til að minna okkur á að það eru ekki öll jöfn fyrir reglunum?“ Nokkur umræða er í athugasemdum á Facebooksíðu Leifs Ragnars: „Ef forseti Íslands meinar orð af því sem hann hefur sagt þjóðinni í faraldrinum, hefði átt að ganga á undan með góðu fordæmi og setja upp grímu,“ segir einn og annar telur þetta lélegt. Almennt vilja þeir sem leggja orð í belg meina að það sem „höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ eins og segir í Passíusálmunum. Og það séu nú ekki góðar tvíbökur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin og ávarpaði salinn en gestir voru fimmtíu. Sem sátu prúðbúnir og grímulausir. Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem hafa veg og vanda að verðlaunum, vill ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. „No comment,“ segir formaðurinn og bendir á að viðburðurinn sé á forræði forsetaskrifstofunnar og Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið fær undanþágu frá reglum Morgunblaðið leitaði svara við þessu álitaefni á sinni fréttavakt í gær en í blaðinu í morgun má lesa svör Sifjar Gunnarsdóttur forsetaritara við spurningum um hvort þarna hafi verið farið á svig við reglur. Á daginn kemur að Ríkisútvarpið og skrifstofa forseta Íslands fengu sérstaka undanþágu frá almennum sóttvarnareglum vegna þessa atburðar. „Rúv, í svona upptöku, er með undanþágu þannig að við sátum þarna með öllum, öllu tæknifólki og starfsfólki, og það voru undir 40 manns,“ sagði Sif í samtali við Morgunblaðið spurð í hvaða sóttvarnaregluflokk viðburðurinn hefði fallið. Sif segir að Rúv megi við slík upptökuskilyrði vinna með 40 manns í tilteknu rými. Að sögn Sifjar hefur Ríkisútvarpið sérstakar heimildir þegar slíkar aðstæður koma upp og þá að bil sé milli fólks og 40 manns sé í rýminu. En samkvæmt reglum má hafa allt að 50 manns á sitjandi sviðslistarviðburðum ef; a) allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum, b) Allir gestir noti andlitsgrímu (sem ekki var við afhendingu verðlaunanna), ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir, á meðan og eftir að honum lýkur og d) að viðstaddir haldi kyrru fyrir í sætum sínum ef hlé er gert á viðburðinu. Það sem höfðingjarnir hafast að Einn sem tekið hefur málið upp á sinni Facebooksíðu er Leifur Ragnar Jónsson: „Hvers lags grín eru þessar sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir ? Mega koma fleiri en 10 saman ef að er partý á Bessastöðum? Þvílík hræsni og auðvitað í beinni á RÚV. Til að minna okkur á að það eru ekki öll jöfn fyrir reglunum?“ Nokkur umræða er í athugasemdum á Facebooksíðu Leifs Ragnars: „Ef forseti Íslands meinar orð af því sem hann hefur sagt þjóðinni í faraldrinum, hefði átt að ganga á undan með góðu fordæmi og setja upp grímu,“ segir einn og annar telur þetta lélegt. Almennt vilja þeir sem leggja orð í belg meina að það sem „höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ eins og segir í Passíusálmunum. Og það séu nú ekki góðar tvíbökur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira