Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2022 11:46 Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands fagnar dómi Félagsdóms frá í gær um að Icelandair hafi staðið ólöglega að uppsögnum flugfreyja og flugþjóna og endurráðningum þeirra í fyrra. Vísir Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið. Icelandair sagði upp nær öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í miðjum kjaraviðræðum og kórónuveirufaraldri á síðasta ári. Þegar félagið tók síðan að endurráða fólk var ekki farið eftir reglum um að fólk yrði endurráðið samkvæmt starfsaldri eins og samningar kváðu á um. Alþýðusambandið kærði málið til Félagsdóms fyrir hönd Flugfreyjufélagsins og í gær dæmdi dómurinn flugfreyjum í vil. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir hennar félagsfólk fagna fullnaðar sigri í Félagsdómi í gær.vísir Guðlaug Jóhannsdóttir formaður félagsins segir niðurstöðuna mikið réttlætismál eftir að brotið hafi verið á þessum hópi. „Þetta er fólk sem hefur starfað áratugum saman hjá Icelandair. Það þarf að bæta þessu fólki þetta upp á einhvern hátt. Við gerum ráð fyrir viðræðum við Icelandair á næstu dögum,“ segir Guðlaug. Hún vonist einnig til að hægt verði að funda með hópnum fljótlega í ljósi sóttvarnareglna en hún reikni með að flestir myndu vilji hefja störf á ný. Þetta fólk hafi nú fengið viðurkenningu á að uppsögn þeirra var ólögmæt. „Einhverjir eru komnir í vinnu. Aðrir ekki. Það er nokkuð ljóst að þessi hópur er búinn að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Þessi hópur var allur í starfi án athugasemda fyrir þennan heimsfaraldur. Fær svo þarna skell í lok uppsagnarfrests. Það má segja að hópurinn fagni þessu en vonast að sjálfsögðu eftir góðri niðurstöðu. Ég veit að margir vilja starfa aftur. Það verður hins vegar bara að koma í ljós,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vonandi verði hægt að funda með Icelandair sem fyrst og að félagið láti dóm Félagsdóms sér að kenningu verða. „Þetta er mjög afgerandi og fullnaðar sigur fyrir okkur. Ég vona að fólk sjái sér fært um að virða þetta í framtíðinni,“ segir Guðlaug Jóhannsdóttir. Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23 Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00 Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24 Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Icelandair sagði upp nær öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í miðjum kjaraviðræðum og kórónuveirufaraldri á síðasta ári. Þegar félagið tók síðan að endurráða fólk var ekki farið eftir reglum um að fólk yrði endurráðið samkvæmt starfsaldri eins og samningar kváðu á um. Alþýðusambandið kærði málið til Félagsdóms fyrir hönd Flugfreyjufélagsins og í gær dæmdi dómurinn flugfreyjum í vil. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir hennar félagsfólk fagna fullnaðar sigri í Félagsdómi í gær.vísir Guðlaug Jóhannsdóttir formaður félagsins segir niðurstöðuna mikið réttlætismál eftir að brotið hafi verið á þessum hópi. „Þetta er fólk sem hefur starfað áratugum saman hjá Icelandair. Það þarf að bæta þessu fólki þetta upp á einhvern hátt. Við gerum ráð fyrir viðræðum við Icelandair á næstu dögum,“ segir Guðlaug. Hún vonist einnig til að hægt verði að funda með hópnum fljótlega í ljósi sóttvarnareglna en hún reikni með að flestir myndu vilji hefja störf á ný. Þetta fólk hafi nú fengið viðurkenningu á að uppsögn þeirra var ólögmæt. „Einhverjir eru komnir í vinnu. Aðrir ekki. Það er nokkuð ljóst að þessi hópur er búinn að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Þessi hópur var allur í starfi án athugasemda fyrir þennan heimsfaraldur. Fær svo þarna skell í lok uppsagnarfrests. Það má segja að hópurinn fagni þessu en vonast að sjálfsögðu eftir góðri niðurstöðu. Ég veit að margir vilja starfa aftur. Það verður hins vegar bara að koma í ljós,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vonandi verði hægt að funda með Icelandair sem fyrst og að félagið láti dóm Félagsdóms sér að kenningu verða. „Þetta er mjög afgerandi og fullnaðar sigur fyrir okkur. Ég vona að fólk sjái sér fært um að virða þetta í framtíðinni,“ segir Guðlaug Jóhannsdóttir.
Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23 Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00 Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24 Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23
Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00
Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24
Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35