Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 13:24 Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir mikilvægt að fá úr því skorið hvort útspil Icelandair í kjaradeilu við Flugfreyjufélag Íslands hafi verið lögmætt. Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. Á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands í síðustu viku fjallaði Magnús Norðdahl lögræðingur sambandsins um kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Eftir langar og strangar viðræður deilenda, þar sem hvorki gekk né rak, greip Icelandair, þann 17. júlí, til þess ráðs að slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum- og þjónum félagsins. Stjórnendurnir sögðust í kjölfarið ætla að hefja viðræður við annan samningsaðila. Á miðstjórnarfundinum var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair. Magnús telur að félagið hafi farið á svig við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. „Þetta er meginregla sem ekki var höfð í heiðri. Í staðinn fyrir að bregðast við innan ramma laganna þá var gripið til þess ráðs að segja upp öllum félagsmönnum stéttarfélagsins og lýsa því yfir að tilgangurinn sé sá að semja við einhvern annan óskilgreindan aðila. Þetta er ólögmætt og það er meira að segja til sérstakt ákvæði í lögunum sem mælir fyrir um að það sé bannað að nota uppsagnir eða hótanir um slíkt til að hafa áhrif í vinnudeilum. Þarna er verið að vega að grundvallarreglum í samskiptum aðila á vinnumarkaði.“ Magnús var spurður hvort hann teldi að útspil Icelandair myndi hafa frekari afleiðingar í för með sér fyrir vinnumarkaðinn í heild. „Það þori ég nú ekki að leggja mat á – hverjar afleiðingarnar verða til framtíðar. Það þarf hins vegar að leysa úr því og fá það staðfest að þarna hafi verið framið brot. Það er iðulega gert þegar verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur takast á fyrir félagsdómi um það hvernig eigi að haga sér í vinnudeilum.“ Eru fordæmi fyrir þessu? „Fordæmin sem þú getur fundið um svona hegðun, þau liggja ansi langt aftur í fortíðinni.“ Vinnumarkaður Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. Á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands í síðustu viku fjallaði Magnús Norðdahl lögræðingur sambandsins um kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Eftir langar og strangar viðræður deilenda, þar sem hvorki gekk né rak, greip Icelandair, þann 17. júlí, til þess ráðs að slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum- og þjónum félagsins. Stjórnendurnir sögðust í kjölfarið ætla að hefja viðræður við annan samningsaðila. Á miðstjórnarfundinum var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair. Magnús telur að félagið hafi farið á svig við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. „Þetta er meginregla sem ekki var höfð í heiðri. Í staðinn fyrir að bregðast við innan ramma laganna þá var gripið til þess ráðs að segja upp öllum félagsmönnum stéttarfélagsins og lýsa því yfir að tilgangurinn sé sá að semja við einhvern annan óskilgreindan aðila. Þetta er ólögmætt og það er meira að segja til sérstakt ákvæði í lögunum sem mælir fyrir um að það sé bannað að nota uppsagnir eða hótanir um slíkt til að hafa áhrif í vinnudeilum. Þarna er verið að vega að grundvallarreglum í samskiptum aðila á vinnumarkaði.“ Magnús var spurður hvort hann teldi að útspil Icelandair myndi hafa frekari afleiðingar í för með sér fyrir vinnumarkaðinn í heild. „Það þori ég nú ekki að leggja mat á – hverjar afleiðingarnar verða til framtíðar. Það þarf hins vegar að leysa úr því og fá það staðfest að þarna hafi verið framið brot. Það er iðulega gert þegar verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur takast á fyrir félagsdómi um það hvernig eigi að haga sér í vinnudeilum.“ Eru fordæmi fyrir þessu? „Fordæmin sem þú getur fundið um svona hegðun, þau liggja ansi langt aftur í fortíðinni.“
Vinnumarkaður Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09
„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21
Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54