Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. janúar 2022 21:45 Elín Björk er formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. vísir/egill Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins. Landfyllingin yrði annar áfangi í áformum meirihlutans í borginni um hinn svokallaða Nýja-Skerjafjörð, þar sem á að koma fyrir 1.300 nýjum íbúðum. Hluti þeirra á að rísa á landfyllingunni en sú framkvæmd er nú í skipulags- og umsagnaferli. Göngustígurinn með fram fjörunni er flestum íbúum Skerjafjarðar vel kunnur.vísir/egill Náttúruverndarsinnar eru ekki hrifnir af þessu enda segir í frummatsskýrslu um framkvæmdina að hún muni hafa neikvæð áhrif á allt lífkerfi svæðisins. „Mér finnst alveg galið að ætla að fylla upp í náttúrulega fjöru sem nýtur mikillar verndar fyrir í raun og veru lítinn hluta íbúða í þessu nýja hverfi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. Á þessari mynd sést grálitað hvar landfyllingin á að koma við hlið Reykjavíkurflugvallar: Hér sést fyrirhugað framkvæmdasvæðið afmarkað innan gulrar punktalínu. Gráa svæðið er landfyllingin en við hana á að reyna að endurskapa strönd með svipuðu lífkerfi og finnst nú í fjörunni. Ströndin er ein af fáum á höfuðborgarsvæðinu sem eru ósnert og er lífríki hennar í raun einstakt. Þar finnst svokallað klóþangsklungur, sem gerir svæðið að ríkulli matarkistu fyrir fugla. VG stendur alltaf með náttúrunni En hvað finnst Elínu um að hennar flokkur sem stendur fyrir náttúruvernd sé í meirihluta sem talar fyrir framkvæmdinni? „Ja, ég er auðvitað ekki í borginni sjálf en VG auðvitað stendur alltaf með náttúrunni. Það er bara einn borgarfulltrúi frá VG núna, við þurfum að bæta við okkur til að hafa meira að segja um þessi mál,“ segir Elín Björk. Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, og íbúi í Skerjafirði.vísir/egill „Ég held það sé bara mjög erfitt að halda þessu á lofti miðað við alla hina því það er auðvitað kannski bara ekki meirihluti fyrir náttúruvernd í núverandi meirihluta. Eða ég veit það ekki...“ heldur hún áfram. Standa víða vörð um náttúruleg kerfi Eini borgarfulltrúi Vinstri grænna segist hafa fullan skilning á þessum sjónarmiðum. „Þetta eru stóru viðfangsefnin okkar, það eru loftslagsbreytingar af mannavöldum og þá þurfum við að standa vörð um náttúrukerfi svo sannarlega. Og það erum við að gera á mörgum öðrum stöðum í borginni,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.vísir/egill Ef landfyllingin verður að raunveruleika verður þar reynt að koma á svipaðri strandlengju til að lífkerfið nái sér aftur með tíð og tíma. „Og ég er sannfærð um að við getum látið þetta spila allt saman; náttúruvernd, umhverfismál, borg sem stækkar og sjálfbær hverfi,“ segir Líf, sem telur flokkinn sannarlega ekki hafa tapað gildum sínum í borginni. Hann hafi meðal annars staðið fyrir gríðarmiklum friðlýsingum á ýmsum ósnertum svæðum á síðustu misserum. Umhverfismál Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Landfyllingin yrði annar áfangi í áformum meirihlutans í borginni um hinn svokallaða Nýja-Skerjafjörð, þar sem á að koma fyrir 1.300 nýjum íbúðum. Hluti þeirra á að rísa á landfyllingunni en sú framkvæmd er nú í skipulags- og umsagnaferli. Göngustígurinn með fram fjörunni er flestum íbúum Skerjafjarðar vel kunnur.vísir/egill Náttúruverndarsinnar eru ekki hrifnir af þessu enda segir í frummatsskýrslu um framkvæmdina að hún muni hafa neikvæð áhrif á allt lífkerfi svæðisins. „Mér finnst alveg galið að ætla að fylla upp í náttúrulega fjöru sem nýtur mikillar verndar fyrir í raun og veru lítinn hluta íbúða í þessu nýja hverfi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. Á þessari mynd sést grálitað hvar landfyllingin á að koma við hlið Reykjavíkurflugvallar: Hér sést fyrirhugað framkvæmdasvæðið afmarkað innan gulrar punktalínu. Gráa svæðið er landfyllingin en við hana á að reyna að endurskapa strönd með svipuðu lífkerfi og finnst nú í fjörunni. Ströndin er ein af fáum á höfuðborgarsvæðinu sem eru ósnert og er lífríki hennar í raun einstakt. Þar finnst svokallað klóþangsklungur, sem gerir svæðið að ríkulli matarkistu fyrir fugla. VG stendur alltaf með náttúrunni En hvað finnst Elínu um að hennar flokkur sem stendur fyrir náttúruvernd sé í meirihluta sem talar fyrir framkvæmdinni? „Ja, ég er auðvitað ekki í borginni sjálf en VG auðvitað stendur alltaf með náttúrunni. Það er bara einn borgarfulltrúi frá VG núna, við þurfum að bæta við okkur til að hafa meira að segja um þessi mál,“ segir Elín Björk. Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, og íbúi í Skerjafirði.vísir/egill „Ég held það sé bara mjög erfitt að halda þessu á lofti miðað við alla hina því það er auðvitað kannski bara ekki meirihluti fyrir náttúruvernd í núverandi meirihluta. Eða ég veit það ekki...“ heldur hún áfram. Standa víða vörð um náttúruleg kerfi Eini borgarfulltrúi Vinstri grænna segist hafa fullan skilning á þessum sjónarmiðum. „Þetta eru stóru viðfangsefnin okkar, það eru loftslagsbreytingar af mannavöldum og þá þurfum við að standa vörð um náttúrukerfi svo sannarlega. Og það erum við að gera á mörgum öðrum stöðum í borginni,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.vísir/egill Ef landfyllingin verður að raunveruleika verður þar reynt að koma á svipaðri strandlengju til að lífkerfið nái sér aftur með tíð og tíma. „Og ég er sannfærð um að við getum látið þetta spila allt saman; náttúruvernd, umhverfismál, borg sem stækkar og sjálfbær hverfi,“ segir Líf, sem telur flokkinn sannarlega ekki hafa tapað gildum sínum í borginni. Hann hafi meðal annars staðið fyrir gríðarmiklum friðlýsingum á ýmsum ósnertum svæðum á síðustu misserum.
Umhverfismál Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01
Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56