Hollenska stórveldið samdi við Kristian: „Fjölskyldan er stolt af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 14:02 Kristian Nökkvi Hlynsson skrifar undir nýja samninginn við Ajax. ajax.nl Knattspyrnumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson hefur tryggt sér langtímasamning hjá hollenska stórveldinu Ajax með frammistöðu sinni í vetur. Kristian, sem Ronald de Boer kallaði „hinn íslenska De Bruyne“, var með samning við Ajax sem gilti til ársins 2023. Nú hefur þessi 18 ára gamli miðjumaður skrifað undir nýjan samning sem gildir til 30. júní árið 2026. „Ég varð 18 ára á sunnudaginn og þetta er góð afmælisgjöf,“ sagði Kristian við heimasíðu Ajax. „Ég er mjög ánægður með að geta fagnað þessu með pabba mínum [Hlyni Svan Eiríksysni]. Fjölskyldan er stolt af mér. Mér finnst líka frábært að félagið hafi trú á mér. Vonandi get ég endurgoldið traustið,“ sagði Kristian sem stefnir á að stimpla sig inn í aðallið Ajax og spila í hollensku úrvalsdeildinni, og vinna sér svo sess í íslenska A-landsliðinu. Hlynsson: 'Denk dat mijn familie trots is' #ForTheFuture— AFC Ajax (@AFCAjax) January 25, 2022 Kristian, sem er fæddur í Danmörku, lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór til Ajax í janúar 2020. Hann hefur á síðustu 40 dögum spilað sína fyrstu tvo leiki fyrir aðallið Ajax, í hollenska bikarnum, og skorað í þeim báðum. Þá hefur hann leikið 21 leik fyrir varalið Ajax frá því að hann kom frá Breiðabliki. Kristian á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U21-landsliðið í undankeppni EM á síðasta ári, þar sem hann lék með bróður sínum Ágústi Eðvaldi. Hann skoraði í einum þeirra leikja, í 3-0 sigri gegn Liechtenstein. Ajax er sigursælasta félag í sögu hollenskrar knattspyrnu, með 35 Hollandsmeistaratitla og 20 bikarmeistaratitla. Liðið er ríkjandi meistari og á toppi hollensku deildarinnar, undir stjórn Eriks ten Hag sem sagður er í sigti Manchester United. Hollenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira
Kristian, sem Ronald de Boer kallaði „hinn íslenska De Bruyne“, var með samning við Ajax sem gilti til ársins 2023. Nú hefur þessi 18 ára gamli miðjumaður skrifað undir nýjan samning sem gildir til 30. júní árið 2026. „Ég varð 18 ára á sunnudaginn og þetta er góð afmælisgjöf,“ sagði Kristian við heimasíðu Ajax. „Ég er mjög ánægður með að geta fagnað þessu með pabba mínum [Hlyni Svan Eiríksysni]. Fjölskyldan er stolt af mér. Mér finnst líka frábært að félagið hafi trú á mér. Vonandi get ég endurgoldið traustið,“ sagði Kristian sem stefnir á að stimpla sig inn í aðallið Ajax og spila í hollensku úrvalsdeildinni, og vinna sér svo sess í íslenska A-landsliðinu. Hlynsson: 'Denk dat mijn familie trots is' #ForTheFuture— AFC Ajax (@AFCAjax) January 25, 2022 Kristian, sem er fæddur í Danmörku, lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór til Ajax í janúar 2020. Hann hefur á síðustu 40 dögum spilað sína fyrstu tvo leiki fyrir aðallið Ajax, í hollenska bikarnum, og skorað í þeim báðum. Þá hefur hann leikið 21 leik fyrir varalið Ajax frá því að hann kom frá Breiðabliki. Kristian á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U21-landsliðið í undankeppni EM á síðasta ári, þar sem hann lék með bróður sínum Ágústi Eðvaldi. Hann skoraði í einum þeirra leikja, í 3-0 sigri gegn Liechtenstein. Ajax er sigursælasta félag í sögu hollenskrar knattspyrnu, með 35 Hollandsmeistaratitla og 20 bikarmeistaratitla. Liðið er ríkjandi meistari og á toppi hollensku deildarinnar, undir stjórn Eriks ten Hag sem sagður er í sigti Manchester United.
Hollenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira