Leggur til breytingar á sóttkví í dag og telur hugmyndir Kára ágætar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. janúar 2022 12:11 Þórólfur segir hugmyndir Kára um að afnema einangrun alls ekki svo vitlausar en vill þó fara hægt í sakirnar frekar en að taka of stórt skref og þurfa að bakka með það síðar. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til tilslakanir á reglum um sóttkví í vikunni og afléttingar á samkomutakmörkunum í þeirri næstu. Hann segir hugmynd Kára Stefánssonar um að afnema sóttkví og einangrun ekki svo vitlausa en telur þó skynsamlegra að gera það í skrefum. „Við höfum allar forsendur til að slaka á sóttvarnatakmörkunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Nú sé aðeins spurning um hversu mikið og hratt sé skynsamlegt að gera það. „Það sem að er í vinnslu núna með ráðuneytinu og ráðherranum er að einfalda sóttkvíarmálin og einfalda sýnatökurnar. Og ég held að það sé skynsamlegt að byrja á því,“ segir Þórólfur. Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum að nýjum reglum um sóttkví. Hann leggur ekki til að afnema sóttkví alveg en vill að fleiri verði undanþegnir henni. Kári vill aflétta einangrun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ganga enn lengra og afnema alveg sóttkví og einangrun í landinu. „Þetta er alltaf spurning um að vega og meta. Erum við að fá meira fyrir þetta en við glötum? Og eins og stendur þá held ég að við séum að fá minna fyrir sóttkví og einangrun heldur en við glötum þannig ég er að segja að við ættum að prófa að sleppa þessu og sjá hvernig fer,“ segir Kári. Ómíkron afbrigðið hafi gjörbreytt öllu. Kári vill ganga lengra en Þórólfur eins og svo oft áður.vísir „Ég held að þessi pest sé komin á þann stað að við eigum að hætta að láta hana hefta okkur eins og hún hefur gert hingað til,“ segir Kári. Þórólfur segir þetta alls ekki svo vitlausa hugmynd. „Þetta hljómar mjög vel en ég er ekki viss um að það gangi svo vel að ætla að byrja á einhverju og fara svo að bakka. Það hefur ekki gefist mjög vel að þurfa að fara að herða aftur. Þannig að ég held að það sé skynsamlegra að fara hægt í sakirnar frekar en að fara of hratt og þurfa svo að stíga eitt skref til baka. Það væri dálítið snúið og erfitt að gera það," segir Þórólfur. „En þessi hugmynd er bara ágæt,“ bætir hann við. Byrjum á sóttkví en bíðum með samkomutakmarkanir Hann segir ljóst að nú verði uppi skiptar skoðanir um einmitt þetta, hversu hratt eigi að ráðast í afléttingar. Hann vinnur nú að tillögum að afléttingaráætlun á samkomutakmörkunum fyrir heilbrigðisráðuneytið sem hann vonast til að verði til í lok vikunnar. Hann telur skynsamlegast að byrja á að breyta reglum um sóttkví áður en ráðist er í almennar afléttingar og það má skilja það á orðum hans að hann vilji helst að þær 10 manna samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi verði það áfram þar til 2. febrúar þegar þær renna út. „Ég held að það sé skynsamlegra að gera það [byrja á að létta á sóttkví] því að það er bara mjög takmarkandi fyrir atvinnulífið í landinu og mörg fyrirtæki þannig ég held að það sé bara mjög brýnt að reyna aðeins að létta á því,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
„Við höfum allar forsendur til að slaka á sóttvarnatakmörkunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Nú sé aðeins spurning um hversu mikið og hratt sé skynsamlegt að gera það. „Það sem að er í vinnslu núna með ráðuneytinu og ráðherranum er að einfalda sóttkvíarmálin og einfalda sýnatökurnar. Og ég held að það sé skynsamlegt að byrja á því,“ segir Þórólfur. Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum að nýjum reglum um sóttkví. Hann leggur ekki til að afnema sóttkví alveg en vill að fleiri verði undanþegnir henni. Kári vill aflétta einangrun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ganga enn lengra og afnema alveg sóttkví og einangrun í landinu. „Þetta er alltaf spurning um að vega og meta. Erum við að fá meira fyrir þetta en við glötum? Og eins og stendur þá held ég að við séum að fá minna fyrir sóttkví og einangrun heldur en við glötum þannig ég er að segja að við ættum að prófa að sleppa þessu og sjá hvernig fer,“ segir Kári. Ómíkron afbrigðið hafi gjörbreytt öllu. Kári vill ganga lengra en Þórólfur eins og svo oft áður.vísir „Ég held að þessi pest sé komin á þann stað að við eigum að hætta að láta hana hefta okkur eins og hún hefur gert hingað til,“ segir Kári. Þórólfur segir þetta alls ekki svo vitlausa hugmynd. „Þetta hljómar mjög vel en ég er ekki viss um að það gangi svo vel að ætla að byrja á einhverju og fara svo að bakka. Það hefur ekki gefist mjög vel að þurfa að fara að herða aftur. Þannig að ég held að það sé skynsamlegra að fara hægt í sakirnar frekar en að fara of hratt og þurfa svo að stíga eitt skref til baka. Það væri dálítið snúið og erfitt að gera það," segir Þórólfur. „En þessi hugmynd er bara ágæt,“ bætir hann við. Byrjum á sóttkví en bíðum með samkomutakmarkanir Hann segir ljóst að nú verði uppi skiptar skoðanir um einmitt þetta, hversu hratt eigi að ráðast í afléttingar. Hann vinnur nú að tillögum að afléttingaráætlun á samkomutakmörkunum fyrir heilbrigðisráðuneytið sem hann vonast til að verði til í lok vikunnar. Hann telur skynsamlegast að byrja á að breyta reglum um sóttkví áður en ráðist er í almennar afléttingar og það má skilja það á orðum hans að hann vilji helst að þær 10 manna samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi verði það áfram þar til 2. febrúar þegar þær renna út. „Ég held að það sé skynsamlegra að gera það [byrja á að létta á sóttkví] því að það er bara mjög takmarkandi fyrir atvinnulífið í landinu og mörg fyrirtæki þannig ég held að það sé bara mjög brýnt að reyna aðeins að létta á því,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira