Ökumaður bíls sem valt á Bugavegi í Rangárþingi ytra í síðustu viku sat fastur í skurði í klukkutíma, þar sem hann gat ekki látið vita af sér.
Þetta kemur fram í vikulegu yfirliti lögreglunnar á Suðurlandi yfir helstu verkefni vikunnar.
Þar kemur fram að bíllinn hafi hafnað út í skurði eftir bílveltuna. Þar var ökumaðurinn fastir í um klukkutíma þar sem hann gat ekki látið vita af sér.
Ástæðan fyrir því er að sími mannsins lenti í vatni og varð óvirkur. Það varð manninum til happs að vegfarandi átti að lokum leið framhjá slysstað. Kom hann manninum sem festist í skurðinum til bjargar og undir læknishendur á Hellu.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira