Fimm „vel hæfir“ umsækjendur verið teknir í viðtöl í ráðuneytinu Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 07:25 Alls sóttu fjórtán um stöðu embættis forstjóra Landspítala þegar staðan var auglýst laus til umsóknar í haust. Vísir/Vilhelm Fimm umsækjendur um stöðu forstjóra Landspítala, sem taldir eru „vel hæfir“ af hæfnisnefnd, hafa verið teknir í viðtöl í heilbrigðisráðuneytinu. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ráðningarferlinu er ekki lokið. Þetta kemur fram í svari frá Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn fréttastofu. Alls sóttu fjórtán um stöðuna þegar hún var auglýst laus til umsóknar í haust, en heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi. Í svarinu kemur fram að niðurstaða lögbundinnar hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur hafi falið í sér að af fjórtán umsækjendum hafi þrettán verið metnir hæfir og boðaðir í viðtöl til nefndarinnar. „Tólf þeirra mættu í viðtöl og voru 5 þeirra metnir vel hæfir og 7 hæfir. Tekin hafa verið viðtöl einu sinni við hvern þeirra 5 sem metnir voru vel hæfir. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ferlinu er ekki lokið. Ráðuneytið mun birta tilkynningu um skipun nýs forstjóra um leið og ákvörðun liggur fyrir,“ segir í svarinu. Páll Matthíasson lét af embætti forstjóra í haust og var Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sem hafði verið framkvæmdastjóri meðferðarsviðs spítalans, þá settur forstjóri. Páll hefur aftur tekið til starfa sem geðlæknir en hann hafði starfað sem forstjóri í átta ár. Þau sem sóttu um embætti forstjóra voru: Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu Hákon Hákonarson, læknir Jan Triebel, læknir Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga Kristinn V Blöndal, ráðgjafi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn fréttastofu. Alls sóttu fjórtán um stöðuna þegar hún var auglýst laus til umsóknar í haust, en heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi. Í svarinu kemur fram að niðurstaða lögbundinnar hæfnisnefndar, sem lagði mat á umsækjendur hafi falið í sér að af fjórtán umsækjendum hafi þrettán verið metnir hæfir og boðaðir í viðtöl til nefndarinnar. „Tólf þeirra mættu í viðtöl og voru 5 þeirra metnir vel hæfir og 7 hæfir. Tekin hafa verið viðtöl einu sinni við hvern þeirra 5 sem metnir voru vel hæfir. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ferlinu er ekki lokið. Ráðuneytið mun birta tilkynningu um skipun nýs forstjóra um leið og ákvörðun liggur fyrir,“ segir í svarinu. Páll Matthíasson lét af embætti forstjóra í haust og var Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sem hafði verið framkvæmdastjóri meðferðarsviðs spítalans, þá settur forstjóri. Páll hefur aftur tekið til starfa sem geðlæknir en hann hafði starfað sem forstjóri í átta ár. Þau sem sóttu um embætti forstjóra voru: Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu Hákon Hákonarson, læknir Jan Triebel, læknir Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga Kristinn V Blöndal, ráðgjafi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27
Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9. nóvember 2021 10:42