Mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í friðargöngu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2022 23:30 Söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tók lagið fyrir mótmælendur. Stöð 2/Bjarni Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla. Það virðist vera komin hreyfing á málefni faraldursins hér innanlands, eftir að málin þróuðust einfaldlega miklu betur á Landspítalanum en bjartsýnustu spár um innlagnir gerðu ráð fyrir þegar gildandi samkomutakmarkanir voru hertar. Yfirlæknir á Landspítala greindi frá því núna síðdegis að enginn sem hafi þegið örvunarskammt hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í faraldrinum. Bólusetningar skipta þannig sköpum - og gera það áfram ef við ætlum að feta í fótspor sumra nágrannalanda okkar og setja upp afléttingaráætlun fyrir næsta mánuð. En við virðumst síðan einnig vera að feta í fótspor nágrannalanda okkar að því leyti að hér eru tiltölulega fjölmenn covid-mótmæli orðin að reglulegum viðburði. Fréttamaður kíkti niður á Austurvöll í dag og tók nokkra mótmælendur tali, þar á meðal áðurnefnda Ágústu Evu. Bólusetningar, ertu á móti þeim? „Ekki svo ég viti til, en ég er á móti því sem er í gangi,“ sagði hún. „Við höfum mörg hver ákveðnar efasemdir um að þessi nálgun sem er búin að vera í þessu máli sé endilega sú eina rétta,“ segir einn mótmælenda. Annar mótmælandi furðaði sig á því að fjölmiðlar skyldu mæta á mótmælin. Ertu ánægð með að við mætum? „Já, það er kominn tími til að þjóðin fari að vakna. Þetta er ótrúlegt, við höfum verið blekkt,“ segir hann. Þá fullyrti annar að bóluefni virkuðu einfaldlega ekki líkt og lofað hafði verið. Hann játti þó að þau veittu ákveðna vörn. „Það þurfa ekki allir þessa vörn, það er bara hluti. Af hverju er verið að auglýsa þetta fyrir alla?“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Sjá meira
Það virðist vera komin hreyfing á málefni faraldursins hér innanlands, eftir að málin þróuðust einfaldlega miklu betur á Landspítalanum en bjartsýnustu spár um innlagnir gerðu ráð fyrir þegar gildandi samkomutakmarkanir voru hertar. Yfirlæknir á Landspítala greindi frá því núna síðdegis að enginn sem hafi þegið örvunarskammt hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í faraldrinum. Bólusetningar skipta þannig sköpum - og gera það áfram ef við ætlum að feta í fótspor sumra nágrannalanda okkar og setja upp afléttingaráætlun fyrir næsta mánuð. En við virðumst síðan einnig vera að feta í fótspor nágrannalanda okkar að því leyti að hér eru tiltölulega fjölmenn covid-mótmæli orðin að reglulegum viðburði. Fréttamaður kíkti niður á Austurvöll í dag og tók nokkra mótmælendur tali, þar á meðal áðurnefnda Ágústu Evu. Bólusetningar, ertu á móti þeim? „Ekki svo ég viti til, en ég er á móti því sem er í gangi,“ sagði hún. „Við höfum mörg hver ákveðnar efasemdir um að þessi nálgun sem er búin að vera í þessu máli sé endilega sú eina rétta,“ segir einn mótmælenda. Annar mótmælandi furðaði sig á því að fjölmiðlar skyldu mæta á mótmælin. Ertu ánægð með að við mætum? „Já, það er kominn tími til að þjóðin fari að vakna. Þetta er ótrúlegt, við höfum verið blekkt,“ segir hann. Þá fullyrti annar að bóluefni virkuðu einfaldlega ekki líkt og lofað hafði verið. Hann játti þó að þau veittu ákveðna vörn. „Það þurfa ekki allir þessa vörn, það er bara hluti. Af hverju er verið að auglýsa þetta fyrir alla?“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Sjá meira