Íslendingar alltaf duglegir að fá sér húðflúr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2022 20:10 Karítas Gunnarsdótttir, 28 ára Selfyssingur, sem er flúrari á stofu út á Granda í Reykjavík. Hún rétt tók grímuna niður á meðan myndin var tekin, enda vel hugað að öllum sótvörnum á stofnunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekkert lát er á vinsældum þess að fólk fái sér húðflúr á líkamann og þá eru konur að koma mjög sterkt inn, sem húðflúrarar. Það má víða finna tattú stofur úti á landi og í höfuðborginni. Ein þeirra er úti á Granda í Reykjavík þar sem nokkrir húðflúrarar starfa. Karítas Gunnarsdóttir, 28 ára Selfyssingur er ein þeirra. Hún segist vera nýgræðingur í faginu enda ekki búin að húðflúra nema frá því í apríl á síðasta ári, en samt er brjálað að gera hjá henni. Teikningar hafa verið hennar aðalsmerki enda mjög fær á því sviði en svo heillaðist hún af vinnunni við að húðflúra. „Ég er náttúrulega enn þá að læra og alltaf að vonast til að gera betur. Fyrst og fremst finnst mér bara frábært að geta verið listamaður, að vera bara að teikna. Það er grunnurinn í þessu, það skiptir mestu máli, ég hef alltaf verið teiknandi,“ segir Karítas. Kartías hefur alltaf verið teiknandi og er enn að teikna á fullu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karítas segir frábært að geta unnið við áhugamálið sitt, fyrst að teikna mynd á blað og sjá svo um að koma myndinni á líkama fólks með húðflúri. Hún hefur sérstaklega gaman að dýra og mannlífsmyndum. En hvernig lýsir hún sínum stíl? „Teiknimyndalegur, krúttlegur og litríkur,“ segir hún hlægjandi. Uglutattú,sem Karítas gerði nýlega.Aðsend Karítas segir vinsældir húðflúra alltaf að vera að aukast og aukast og það séu jafnt karlar og konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins að fá sér tattú hér og þar um líkamann. Hvort það megi þakka það Covid eða einhverju öðru, segist hún ekki hafa hugmynd um. Þá fari þeim konum mjög fjölgandi, sem eru að flúra. „Karítas er rosalega góður listamaður, það fer ekki á milli mála. Ég er búin að þekkja hana í listaheiminum, bæði á Íslandi og erlendis núna í tvö til þrjú ár og þetta er þriðja tattúið, sem ég fæ hjá henni og hún stendur sig bara mjög vel,“ segir Dísa Thorsdóttir, ánægður viðskiptavinur Karítasar. En hvernig tilfinning er það að merkja fólk svona til eilífðar? „Það var alveg pínu stressandi hugsun til að byrja með en ég komst yfir það því fólk er alltaf svo ánægt þegar maður er búin,“ segir Karítas. En hvaðan koma þessir hæfileikar, er það Selfoss eða? „Já, auðvitað, er það ekki,“ segir hún og skellihlær. Á þessari síðu er hægt að sjá hvað Karítas er helst að gera Reykjavík Húðflúr Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Það má víða finna tattú stofur úti á landi og í höfuðborginni. Ein þeirra er úti á Granda í Reykjavík þar sem nokkrir húðflúrarar starfa. Karítas Gunnarsdóttir, 28 ára Selfyssingur er ein þeirra. Hún segist vera nýgræðingur í faginu enda ekki búin að húðflúra nema frá því í apríl á síðasta ári, en samt er brjálað að gera hjá henni. Teikningar hafa verið hennar aðalsmerki enda mjög fær á því sviði en svo heillaðist hún af vinnunni við að húðflúra. „Ég er náttúrulega enn þá að læra og alltaf að vonast til að gera betur. Fyrst og fremst finnst mér bara frábært að geta verið listamaður, að vera bara að teikna. Það er grunnurinn í þessu, það skiptir mestu máli, ég hef alltaf verið teiknandi,“ segir Karítas. Kartías hefur alltaf verið teiknandi og er enn að teikna á fullu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karítas segir frábært að geta unnið við áhugamálið sitt, fyrst að teikna mynd á blað og sjá svo um að koma myndinni á líkama fólks með húðflúri. Hún hefur sérstaklega gaman að dýra og mannlífsmyndum. En hvernig lýsir hún sínum stíl? „Teiknimyndalegur, krúttlegur og litríkur,“ segir hún hlægjandi. Uglutattú,sem Karítas gerði nýlega.Aðsend Karítas segir vinsældir húðflúra alltaf að vera að aukast og aukast og það séu jafnt karlar og konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins að fá sér tattú hér og þar um líkamann. Hvort það megi þakka það Covid eða einhverju öðru, segist hún ekki hafa hugmynd um. Þá fari þeim konum mjög fjölgandi, sem eru að flúra. „Karítas er rosalega góður listamaður, það fer ekki á milli mála. Ég er búin að þekkja hana í listaheiminum, bæði á Íslandi og erlendis núna í tvö til þrjú ár og þetta er þriðja tattúið, sem ég fæ hjá henni og hún stendur sig bara mjög vel,“ segir Dísa Thorsdóttir, ánægður viðskiptavinur Karítasar. En hvernig tilfinning er það að merkja fólk svona til eilífðar? „Það var alveg pínu stressandi hugsun til að byrja með en ég komst yfir það því fólk er alltaf svo ánægt þegar maður er búin,“ segir Karítas. En hvaðan koma þessir hæfileikar, er það Selfoss eða? „Já, auðvitað, er það ekki,“ segir hún og skellihlær. Á þessari síðu er hægt að sjá hvað Karítas er helst að gera
Reykjavík Húðflúr Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira