Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Vonir standa til þess að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem eru í einangrun í Búdapest geti spilað á ný á Evrópumótinu í næstu viku. Flestir eru við ágæta heilsu en sex leikmenn hafa greinst með covid-19 og sjúkraþjálfari liðsins er einnig kominn í einangrun. Við verðum í beinni útsendingu frá Búdapest í kvöldfréttum og fjöllum nánar um málið.

Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987 væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Brotist var inn á riststjórnarskrifstofu Mannlífs í dag, tölvum stolið og fréttum eytt. Við ræðum við Reyni Traustason ritstjóra sem segir árásina þaulskipulagða og ræðum við formann Blaðamannafélags Íslands um málið í beinni útsendingu.

Þá lítum við yfir sögulegt ár á fasteignamarkaði og kíkjum í Kattholt þar sem aðeins einn köttur er í heimilisleit en mikill kattaskortur er sagður vera hér á landi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×