Eldur kviknaði í þaki í íbúðarhúsi á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn á staðnum.
Talsverður viðbúnaður var við Framnesveg og voru slökkviliðsmenn komnir upp á þak hússins en reyk lagði frá því. Einhver eldur sást í þakinu en reykurinn var fyrirferðarmeiri.
Þrír slökkviliðsbílar voru kallaðir út. Aðeins einn er enn á staðnum. Slökkviliðsmenn þurftu að rífa upp hluta þaksins til að komast að eldinum, sem hafði komist á milli þilja.
Að sögn slökkviliðs er grunur um að eldurinn hafi kviknað út frá framkvæmdum en verið var að logsjóða þakið á húsinu. Mikið tjón sé á efstu hæð hússins, bæði vegna reyksins sem barst inn í húsið og vatnsskemmdir en slökkvilið þurfti að rífa upp þakið til að komast að eld sem komist hafði á milli þilja. Betur hafi þó farið en á horfðist.
Slökkviliðið er komið að Framnesvegi og farið að meta aðstæður.Ársæll Sigurlaugar NíelssonTalsverður viðbúnaður er á staðnum.Ársæll Sigurlaugar NíelssonSlökkviliðsmenn fóru upp á þak hússins og virðast aðgerðir einskorðaðar við það.Vísir/Viktor
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.