Innlent

Björg býður sig fram í 2. sæti á lista Sjálf­stæðis­manna í Garða­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Björg Fenger.
Björg Fenger. Aðsend

Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þann 5. mars.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Björgu. Þar er haft eftir henni að hún hafi verið bæjarfulltrúi í Garðabæ síðastliðin fjögur ár en þar áður varabæjarfulltrúi. 

„Á kjörtímabilinu hef ég einnig setið í bæjarráði, verið stjórnarformaður Strætó bs. auk þess að sitja í ýmsum ráðum og nefndum á vegum bæjarins.

Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og framundan eru mörg áhugaverð og mikilvæg verkefni. Ég hef brennandi áhuga og metnað til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera eftirsóknarvert bæjarfélag í fremstu röð, þar sem góð þjónusta við bæjarbúa, skilvirk stjórnsýsla, ráðdeild í rekstri og lágar álögur eru hafðar að leiðarljósi,“ segir Björg.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, tilkynnti fyrir fáeinum dögum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Enn sem komið er hafa þrír tilkynnt að þeir bjóði sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Garðabæ í komandi kosningum; þau Almar Guðmundsson, Áslaug Hulda Jónsdóttir og Sigríður Hulda Jónsdóttir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.