Innlent

Tvö sóttu um em­bætti ríkis­lög­manns

Eiður Þór Árnason skrifar
Skipað verður í embættið frá 1. mars næstkomandi. 
Skipað verður í embættið frá 1. mars næstkomandi.  Samsett

Forsætisráðuneytinu bárust tvær umsóknir um embætti ríkislögmanns en umsóknarfrestur rann út 15. janúar. Umsækjendur voru Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá embætti ríkislögmanns, og Þórhallur Haukur Þorvaldsson hæstaréttarlögmaður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun skipa í embættið til fimm ára frá 1. mars næstkomandi.

Einar Karl Hallvarðsson, fráfarandi ríkislögmaður, var í desember skipaður í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands frá 28. febrúar næstkomandi.

Ríkislögmaður fer með rekstur dómsmála fyrir ríkið og stofnanir þess. Embættið sinnir einnig málflutningi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólnum. Þá geta ráðherrar óskað lögfræðilegs álits ríkislögmanns um einstök málefni.


Tengdar fréttir

Jón tók Nönnu fram yfir Þorstein

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmann í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands frá 28. febrúar 2022. Hann hefur sömuleiðis skipað Nönnu Magnadóttur, formann úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 3. janúar 2022.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×