Þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna og ástandið súrt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2022 20:00 Jóhannes Stefánsson, eða Jói í Múlakaffi eins og hann er iðulega kallaður. egill aðalsteinsson Á föstudaginn hefst þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna. Þetta segir veitingamaður í Múlakaffi. Hann vinnur nú að því að koma fimmtán tonnum af súrmat út, en flest öll íþróttafélög hafa ýmist aflýst eða frestað þorrablótum. Bóndadagurinn er á föstudaginn en dagurinn markar upphaf Þorra. Jóhannes í Múlakaffi græjaði fimmtán til tuttugu tonn af þorramat og svo var samfélaginu skellt í lás. „Þetta er þriðji Þorrinn sem fer í súginn og maður trúir þessu eiginlega ekki enn,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Nærðu af koma þessu út? „Við spyrjum að leikslokum. Þetta verður töff, það er búið að taka gríðarlega mikið af okkur en við reynum að berjast.“ Þorramatur.egill aðalsteinsson Til þess að koma matnum út og mæta eftirspurn brá Jóhannes á það ráð að selja fólki þorramat heim. Íþróttafélögin hafa ýmist frestað eða aflýst þorrablótum vegna samkomutakmarkanna sem Jóhannes segir mikið tjón. „Já þetta er vægast sagt verulegt tjón já það eru nánast öll þorrablót farin.“ Hann segist svekktur og ástandið súrt. „Maður trúði þessu eiginlega ekki þegar löppunum var kippt undan okkur í nóvember og þetta hefur bara verið lamað síðan.“ Björn Bergmann Einarsson er umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni.egill aðalsteinsson Í síðustu viku hófst sala á þorramat í Krónunni. „Salan hefur verið alveg stórkostlega góð og er að aukast á milli ára hjá okkur. Fólk fer mikið í hjónabakkana og súrmetið. Þetta eru passlegir bakkar fyrir tvo,“ sagði Björn Bergmann Einarsson, umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni. Finnið þið fyrir því að fólk ætli að halda þorrann heima í ár vegna samkomutakmarkanna? „Já við finnum fyrir því. Það er rosaleg sala og margir að fara að halda þorrann heima.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Þorramatur Þorrablót Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Bóndadagurinn er á föstudaginn en dagurinn markar upphaf Þorra. Jóhannes í Múlakaffi græjaði fimmtán til tuttugu tonn af þorramat og svo var samfélaginu skellt í lás. „Þetta er þriðji Þorrinn sem fer í súginn og maður trúir þessu eiginlega ekki enn,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Nærðu af koma þessu út? „Við spyrjum að leikslokum. Þetta verður töff, það er búið að taka gríðarlega mikið af okkur en við reynum að berjast.“ Þorramatur.egill aðalsteinsson Til þess að koma matnum út og mæta eftirspurn brá Jóhannes á það ráð að selja fólki þorramat heim. Íþróttafélögin hafa ýmist frestað eða aflýst þorrablótum vegna samkomutakmarkanna sem Jóhannes segir mikið tjón. „Já þetta er vægast sagt verulegt tjón já það eru nánast öll þorrablót farin.“ Hann segist svekktur og ástandið súrt. „Maður trúði þessu eiginlega ekki þegar löppunum var kippt undan okkur í nóvember og þetta hefur bara verið lamað síðan.“ Björn Bergmann Einarsson er umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni.egill aðalsteinsson Í síðustu viku hófst sala á þorramat í Krónunni. „Salan hefur verið alveg stórkostlega góð og er að aukast á milli ára hjá okkur. Fólk fer mikið í hjónabakkana og súrmetið. Þetta eru passlegir bakkar fyrir tvo,“ sagði Björn Bergmann Einarsson, umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni. Finnið þið fyrir því að fólk ætli að halda þorrann heima í ár vegna samkomutakmarkanna? „Já við finnum fyrir því. Það er rosaleg sala og margir að fara að halda þorrann heima.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Þorramatur Þorrablót Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira