Innlent

Stytta bið­tímann eftir örvunar­sprautu niður í fjóra mánuði

Atli Ísleifsson skrifar
Bólusett verður með bóluefni frá Moderna eða Pfizer.
Bólusett verður með bóluefni frá Moderna eða Pfizer. Vísir/Vilhelm

Ákveðið hefur verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði.

Frá þessu greinir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í pistli á síðunni covid.is.

„Þessi nýja tilhögun kemst til framkvæmda í næstu viku (frá og með 24. janúar nk.) og verður auglýst nánar af heilsugæslunni. Stefnt er að því að einstaklingar verði kallaðir inn í bólusetninguna.

Bólusett verður með bóluefni frá Moderna eða Pfizer en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×