Börn upp undir helmingur smitaðra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 11:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Börn sextán ára og yngri voru upp undir helmingur þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær, en aðeins einu sinni frá upphafi faraldursins hafa fleiri greinst smitaðir. Sóttvarnalæknir segir að nýtt spálíkan um fjölda innlagna á Landspítala sé öllu svartsýnna en það fyrra, þó ekki megi lesa of mikið í líkindaspár. 1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærunum. 39 eru á sjúkrahúsi með Covid19 en voru 46 í gær. Þrír eru á gjörgæslu en voru sjö í gær. Þá eru ríflega 22 þúsund manns í einangrun eða sóttkví. „Þetta eru næsthæstu smittölur sem við höfum séð til þessa. Þannig að þetta eru kannski ekkert óvænt miðað við tölur helgarinnar en þetta er svona kannski á svipuðu róli,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að það sé stöðugt í skoðun hvernig hægt sé að gera heimsfaraldurinn eins lítið íþyngjandi fyrir börn eins og hægt er, að öðru leyti sé ekki brugðist sérstaklega við þessum mikla fjölda barna sem séu að smitast. „Við erum ekkert að bregðast öðruvísi við en að gera rakningu í skólum með skólastjórnendum, við setjum börn í einangrun eins og áður og sóttkví, en þær reglur eru líka orðnar mjög umfangsmiklar. Það eru margir sem falla undir þetta og við erum alltaf með það í skoðun hvort við getum ekki endurskoðað þessar reglur á þann hátt að við séum ekki að taka óþarfa áhættu. Það er sífellt til skoðunar,” segir Þórólfur og bendir í því samhengi á breytingar sem gerðar voru á sýnatökum barna í gær, en framvegis verða einungis tekin munnsýni úr börnum undir átta ára aldri. Landspítalinn hyggst kynna nýtt spálíkan um hugsanlegan fjölda innlagna í dag. Þórólfur segir að forsendurnar séu svipaðar og í því fyrra, en samkvæmt því var innlagnafjöldi í samræmi við bjartsýnustu spár. Hann segir spálíkanið þó öllu svartsýnna núna. „Með þessu spálíkani erum við fyrir ofan línuna, eða svona líklegustu spá, þannig að maður þarf alltaf að túlka þessi spálíkön varlega því þau eru ekki raunveruleikinn. Spáin gefur okkur aðeins innsýn í hvað gæti verið í vændum, en við erum samkvæmt nýja spálíkaninu yfir meðaltalinu,” segir hann. „Það er heldur verra en hitt en ég held að það megi ekki túlka það þannig að útlitið sé eitthvað svart í sjálfu sér. Við þurfum bara að horfa á rauntölurnar og hvernig þær eru og túlka spálíkanið út frá því.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærunum. 39 eru á sjúkrahúsi með Covid19 en voru 46 í gær. Þrír eru á gjörgæslu en voru sjö í gær. Þá eru ríflega 22 þúsund manns í einangrun eða sóttkví. „Þetta eru næsthæstu smittölur sem við höfum séð til þessa. Þannig að þetta eru kannski ekkert óvænt miðað við tölur helgarinnar en þetta er svona kannski á svipuðu róli,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að það sé stöðugt í skoðun hvernig hægt sé að gera heimsfaraldurinn eins lítið íþyngjandi fyrir börn eins og hægt er, að öðru leyti sé ekki brugðist sérstaklega við þessum mikla fjölda barna sem séu að smitast. „Við erum ekkert að bregðast öðruvísi við en að gera rakningu í skólum með skólastjórnendum, við setjum börn í einangrun eins og áður og sóttkví, en þær reglur eru líka orðnar mjög umfangsmiklar. Það eru margir sem falla undir þetta og við erum alltaf með það í skoðun hvort við getum ekki endurskoðað þessar reglur á þann hátt að við séum ekki að taka óþarfa áhættu. Það er sífellt til skoðunar,” segir Þórólfur og bendir í því samhengi á breytingar sem gerðar voru á sýnatökum barna í gær, en framvegis verða einungis tekin munnsýni úr börnum undir átta ára aldri. Landspítalinn hyggst kynna nýtt spálíkan um hugsanlegan fjölda innlagna í dag. Þórólfur segir að forsendurnar séu svipaðar og í því fyrra, en samkvæmt því var innlagnafjöldi í samræmi við bjartsýnustu spár. Hann segir spálíkanið þó öllu svartsýnna núna. „Með þessu spálíkani erum við fyrir ofan línuna, eða svona líklegustu spá, þannig að maður þarf alltaf að túlka þessi spálíkön varlega því þau eru ekki raunveruleikinn. Spáin gefur okkur aðeins innsýn í hvað gæti verið í vændum, en við erum samkvæmt nýja spálíkaninu yfir meðaltalinu,” segir hann. „Það er heldur verra en hitt en ég held að það megi ekki túlka það þannig að útlitið sé eitthvað svart í sjálfu sér. Við þurfum bara að horfa á rauntölurnar og hvernig þær eru og túlka spálíkanið út frá því.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira