Um einn af hverjum hundrað fær óljósa niðurstöðu Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 21:50 Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku hjá heilsugæslunni. Vísir/vilhelm Um tíu prósent þeirra sem fá jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi hjá heilsugæslunni fá annað svar úr PCR-prófi strax í kjölfarið. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi en í upphafi voru um það bil helmingur PCR-prófa neikvæður eftir jákvætt hraðpróf. Þetta kemur fram í svari frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en tölurnar ná ekki til einkaaðila sem bjóða upp á hraðpróf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall jákvæðra PCR-prófa eftir neikvætt hraðpróf hjá heilsugæslunni þar sem fáir fara strax í PCR eftir að hafa fengið neikvætt hraðpróf. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í síðustu viku að í ljós hafi komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa sé undir væntingum. „Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum er nú óheimilt að nota hrað- eða PCR-próf til að taka á móti fleiri gestum í svæði á viðburðum. Heimilt er að taka á móti 50 manns á sitjandi viðburðum að uppfylltum skilyrðum. Óljóst svar fæst úr um einu prósenti PCR-prófa Hlutfall svokallaðra vafasvara hefur sveiflast frá um það bil 0,3 til 1,0 prósents af heildarfjölda PCR-sýna í faraldrinum en hefur verið nær 1,0 prósenti undanfarna tvo mánuði, að sögn almannavarna. Vafasvar eða óvissusvar á við það þegar niðurstaða rannsóknar á sýni sem tekið var til greiningar á kórónuveirunni gefur ekki afgerandi svar. Veiran finnst þá ekki með vissu en það er heldur ekki hægt að fullyrða með sýninu að hún sé ekki til staðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari niðurstöðu en PCR-próf gefa ekki einfalt já eða nei svar líkt og hraðpróf heldur er miðað við ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvað telst jákvætt og hvað neikvætt. Ein algeng skýring á vafasvari er að lítið magn af erfðaefni veirunnar fannst í sýninu. „Þannig er rétt að líta á vafasvar sem líklega jákvæða niðurstöðu þar til sýnt er fram á annað. Covid göngudeild annast þá sem fá vafasvar og ákveður hvort og hvaða aðrar rannsóknir eru þá gerðar til staðfestingar,“ segir í svari almannavarna en dæmi eru um að fólk endurtaki PCR-sýnatöku til að fá úr þessu skorið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en tölurnar ná ekki til einkaaðila sem bjóða upp á hraðpróf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall jákvæðra PCR-prófa eftir neikvætt hraðpróf hjá heilsugæslunni þar sem fáir fara strax í PCR eftir að hafa fengið neikvætt hraðpróf. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í síðustu viku að í ljós hafi komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa sé undir væntingum. „Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum er nú óheimilt að nota hrað- eða PCR-próf til að taka á móti fleiri gestum í svæði á viðburðum. Heimilt er að taka á móti 50 manns á sitjandi viðburðum að uppfylltum skilyrðum. Óljóst svar fæst úr um einu prósenti PCR-prófa Hlutfall svokallaðra vafasvara hefur sveiflast frá um það bil 0,3 til 1,0 prósents af heildarfjölda PCR-sýna í faraldrinum en hefur verið nær 1,0 prósenti undanfarna tvo mánuði, að sögn almannavarna. Vafasvar eða óvissusvar á við það þegar niðurstaða rannsóknar á sýni sem tekið var til greiningar á kórónuveirunni gefur ekki afgerandi svar. Veiran finnst þá ekki með vissu en það er heldur ekki hægt að fullyrða með sýninu að hún sé ekki til staðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari niðurstöðu en PCR-próf gefa ekki einfalt já eða nei svar líkt og hraðpróf heldur er miðað við ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvað telst jákvætt og hvað neikvætt. Ein algeng skýring á vafasvari er að lítið magn af erfðaefni veirunnar fannst í sýninu. „Þannig er rétt að líta á vafasvar sem líklega jákvæða niðurstöðu þar til sýnt er fram á annað. Covid göngudeild annast þá sem fá vafasvar og ákveður hvort og hvaða aðrar rannsóknir eru þá gerðar til staðfestingar,“ segir í svari almannavarna en dæmi eru um að fólk endurtaki PCR-sýnatöku til að fá úr þessu skorið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira