Við kíkjum einnig í Laugardalshöll þar sem yngstu börnin voru bólusett í dag og verðum í beinni útsendingu með framkvæmdastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem farið verður yfir nýjar reglur um PCR-sýnatöku hjá börnum sem taka gildi á morgun.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem fyrsti þingfundur ársins stendur yfir. Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru fjármálaráðherra í umræðu um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag.
Að lokum hittum við sexhyrndan hrút sem elskar athygli og kynnum okkur Tenerife-æði sem virðist hafa heltekið þjóðina.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.