Ye er nýlega búinn að staðfesta sambandið sitt við Juliu Fox í pistli sem Julia gaf út hjá Interview og virtist þá tilbúinn að halda áfram eftir skilnaðinn. Það liðu þó ekki nema nokkrir dagar þar til hann gaf út nýtt lag ásamt The Game sem ber heitið Eazy en þar fer hann ekki fögrum orðum um Pete Davidson, kærasta Kim.

Í laginu minnist hann á bílslys sem hann lenti í 2002 þar sem hann kjálkabrotnaði í kjölfar þess að hafa sofnað við stýrið. Hann segir í texta lagsins að guð hafa bjargað sér frá dauðanum í þessu slysi til þess að hann gæti barið Pete Davidsons. Þegar nafn Pete Davidsons kemur fram heyrðist svo spurningin „hver?“ fyrir aftan. Í laginu talar hann einnig um það að nota öðruvísi uppeldisaðferðir en Kim og þann part af laginu má heyra í brotinu hér fyrir neðan.
Um helgina var haldið stórt sameiginlegt fjögurra ára afmæli fyrir Chicago og Stormi. Chicago er dóttir rapparans og Kim en Stormi er dóttir systur Kim, Kylie Jenner og kærasta hennar Travis Scott. Þema afmælisins var LOL og Barbie og var veislan undirlögð í þemanu.
Rapparanum var greinilega ekki boðið í afmælið hjá dóttur sinni þar sem hann gaf út myndskeið af sér þar sem hann lýsti yfir óánægju með það að hafa ekki fengið boð. Hann var einnig ósáttur með að fá ekki heimilisfangið til þess að geta mætt eftir að hann frétti af veislunni.
Hann segist hafa hringt í alla en enginn hafi viljað gefa honum frekari upplýsingar um afmælið. Eftir myndbandið virðist hann hafa komist í veisluna og sást þar á samfélagsmiðlum. Eftir afmælið birti hann annað myndband þar sem hann vildi þakka Travis Scott fyrir að gefa upp staðsetninguna og Kylie Jenner fyrir að hleypa sér í gegnum gæsluna þegar hann mætti. Í afmælinu héldu hann og Kim sig frá hvort öðru svo ekki kæmi til deilna sem gætu skyggt á afmælisfögnuðinn.
Samkvæmt heimildum Kim hafði sú ákvörðun verið tekin þeirra á milli að halda sitthvort afmælið fyrir hana þennan dag. Myndskeiðið og ásakanirnar um að meina honum aðgang komu henni því virkilega á óvart. Ye hefur áður verið með yfirlýsingar um það að engin gæsla muni standa á milli sín og barnanna. Hann vill geta gengið inn á heimili barnanna hjá Kim óáreittur eftir sínum óskum. Nýlega keypti Ye hús í götunni hjá Kim og virðist staðráðinn í því að vera nærri henni og börnunum eftir skilnaðinn.