Verðirnir veittu mönnunum eftirför og náðu öðrum þeirra með meint þýfi. Afhentu þeir hann lögreglu þegar hún kom á staðinn. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu en í ljós kom að hann var þegar eftirlýstur af lögreglu.
Fyrr um kvöldið var tilkynnt um einstakling sem gerði sig líklegan til að ráðast á annan. Hann flúði af vettvangi en er einnig grunaður um að hafa brotið rúður í bifreið þar sem árásin átti sér stað.
Nóttin var annars tíðindalítil á höfuðborgarsvæðinu.