Innlent

Handtekinn meintur þjófur reyndist eftirlýstur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það virðist hafa verið heldur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Það virðist hafa verið heldur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um innbrot í fyrirtæki í póstnúmerinu 108. Þar höfðu öryggisverðir séð til tveggja manna hlaupa frá vettvangi.

Verðirnir veittu mönnunum eftirför og náðu öðrum þeirra með meint þýfi. Afhentu þeir hann lögreglu þegar hún kom á staðinn. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu en í ljós kom að hann var þegar eftirlýstur af lögreglu.

Fyrr um kvöldið var tilkynnt um einstakling sem gerði sig líklegan til að ráðast á annan. Hann flúði af vettvangi en er einnig grunaður um að hafa brotið rúður í bifreið þar sem árásin átti sér stað.

Nóttin var annars tíðindalítil á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.