Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2022 11:42 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna. Mörg ríki Evrópu hafa tekið upp óbeina bólusetningarskyldu í einu eða öðru formi. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ríki hafi jákvæðar skyldur til þess að standa vörð um líf og heilsu almennings. „Það er þannig í Tékklandi að þar eru skyldubólusetningar á bönum vegna níu smitsjúkdóma. Ef að foreldrar láta ekki bólusetja börn sín þá eru þau sektuð og eins þá er börnunum synjað um aðgana að leikskólum.“ Foreldrar sem voru ósáttir við þetta leituðu réttar síns og fór málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum í Tékklandi væri þetta heimilt. Margrét segir dóminn hafa ríkt fordæmisgildi. „Ríkjum er heimilt að grípa til takmarkanna á friðhelgi einkalífs ef að það er nauðsynlegt til þess að vernda heilsu almennings og almannaheill. Þessi dómur hefur ríkt fordæmisgildi þannig að það má leiða af því líkum að hann ætti einnig við um Covid-19.“ Ef íslenska ríkið myndi segja á morgun að nú væru allir skyldugir til þess að láta bólusetja sig að viðlögum sektum, þá myndi það sennilega standast? „Það myndi sennilega standast og ég tek það fram að ég er ekki að leggja til að íslenska ríkið fari þá leið en já miðað við þennan dóm og aðra dóma þá hafa aðildarríkin mjög ríkt svigrúm til mats á því hvaða leiðir þau velja að fara til þess að vernda líf og heilsu almennings.“ Margrét skiptist á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldrinum í Sprengisandi í morgun. Hér í spilaranum að ofan má hlusta á umræður þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Sprengisandur Bylgjan Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Mörg ríki Evrópu hafa tekið upp óbeina bólusetningarskyldu í einu eða öðru formi. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ríki hafi jákvæðar skyldur til þess að standa vörð um líf og heilsu almennings. „Það er þannig í Tékklandi að þar eru skyldubólusetningar á bönum vegna níu smitsjúkdóma. Ef að foreldrar láta ekki bólusetja börn sín þá eru þau sektuð og eins þá er börnunum synjað um aðgana að leikskólum.“ Foreldrar sem voru ósáttir við þetta leituðu réttar síns og fór málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum í Tékklandi væri þetta heimilt. Margrét segir dóminn hafa ríkt fordæmisgildi. „Ríkjum er heimilt að grípa til takmarkanna á friðhelgi einkalífs ef að það er nauðsynlegt til þess að vernda heilsu almennings og almannaheill. Þessi dómur hefur ríkt fordæmisgildi þannig að það má leiða af því líkum að hann ætti einnig við um Covid-19.“ Ef íslenska ríkið myndi segja á morgun að nú væru allir skyldugir til þess að láta bólusetja sig að viðlögum sektum, þá myndi það sennilega standast? „Það myndi sennilega standast og ég tek það fram að ég er ekki að leggja til að íslenska ríkið fari þá leið en já miðað við þennan dóm og aðra dóma þá hafa aðildarríkin mjög ríkt svigrúm til mats á því hvaða leiðir þau velja að fara til þess að vernda líf og heilsu almennings.“ Margrét skiptist á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldrinum í Sprengisandi í morgun. Hér í spilaranum að ofan má hlusta á umræður þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Sprengisandur Bylgjan Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13